Síðdegisútvarpið

13.júní

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna komu saman til fundar á Ísafirði í morgun, Bjarni Pétur Jónsson fréttamaður hefur fylgt ráðherrunum eftir og við heyrum í honum í þættinum og fáum einnig heyra brot úr viðtali sem hann tók við Lars Lökke Rasmussen útanríkisráðherra Danmerkur fyrr í dag.

Guðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar kemur til okkar á eftir en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra kynnti samgönguáætlun til næstu fimmtán ára í dag og þar er meðal annars gert ráð fyrir einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 verði útrýmt Hvalfjarðargöng verði tvöfölduð og ýmislegt fleira sem Guðmundur Valur fer yfir hér á eftir.

Gígja Hólmgeirsdóttir flytur okkur fréttir norðan frá Akureyri eins og alltaf á þriðjudögum. Og í dag ætlar hún fjalla um Bíladaga og fær til sín í hljóðver fyrir norðan Jónas Frey Sigurbjörnsson öryggisfulltrúa og kynni á Bíladögum.

Bjartmar Guðlaugsson tónlistar og myndlistarmaður á afmæli í dag og af því tilefni kemur hann til okkar í Síðdegisútvarpið strax loknum fimm fréttum.

Í nýútkominni bók sem ber heitið Þá breyttist allt er rætt við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja íslendinga. Sumir fluttu til landsins vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina eða fluttu vegna vinnu en sögurnar eru ólíkar á bak við hvern og einn. Þær Guðríður Haraldsdóttir og Margrét Blöndal eru höfundar bókarinnar og við heyrum í Margréti í þættinum.

En við byrjum á þessu: Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis, - orku og loftlagsráðherra er staddur í Berlín, en í gær átti hann tvíhliða fund með Robert Habeck efnahags, og loftlagsmálaráðherra og varakanslara Þýskalands. Fundurinn fór fram í norræna samkomuhúsinu í Berlin en samtímis var jarðhitaviðburðurinn Our Climate Future haldinn þar. Og Guðlaugur Þór er á línunni hjá okkur.

Frumflutt

13. júní 2023

Aðgengilegt til

12. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,