Síðdegisútvarpið

26.júní

Skýrsla Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um sátt við Íslandsbanka var birt í morgun og þar kemur fram Íslandsbanki fór ekki lögum við söluna á 22,5 prósenta hlut í bankanum í mars 2022. Bankinn er sagður hafa villt um fyrir Bankasýslunni. Talið er brotin séu alvarleg og kerfislæg, ekki tilfallandi. Bankinn greiðir 1,2 milljarða króna í sekt, þá hæstu í sögunni og forsætisráðherra segir skýrsluna áfellisdóm. Fundur stjórnar Bankasýslu ríkisins um söluna á hlut í Íslandsbanka hófst klukkan svo 15:00. Heimildin hefur eins og aðrir miðlar fjallað ítarlega um þetta mál í dag og Helgi Seljan blaðamaður á Heimildinni kemur til okkar á eftir og rýnir í skýrsluna með okkur.

Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu kemur til okkar á eftir en haft hefur verið eftir henni neyðin hjá gæludýrum á Íslandi mikil, fjöldi dýra séu í athvörfum og hvetur hún fólk til taka sér fullorðin gæludýr í stað þess sér hvolp eða kettling. Anna Margrét ræðir þessi mál við okkur á eftir en auk þess ætlum við fræðast um Dýrfinnu sem eru félagasamtök sem hjálpar týndum gæludýrum og eigendum þeirra en auk þess eru þau þróa smáforrit þessu tengt, meira um það hér á eftir.

Stjórn SORPU hefur falið framkvæmdastjóra ganga til samninga við Stena Recycling AB um móttöku á brennanlegum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu til brennslu í Svíþjóð. Stefnt er því hefja útflutning á brennanlegum úrgangi á haustmánuðum og er áætlað flytja 43 þúsund tonn af úrgangi úr landi til brennslu. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri Sorpu kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu.

Blær Örn Ásgeirsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í frisbígolfi. Blær er þessa stundina í keppnisferðalagi um evrópu og er staddur í Svíþjóð. Við ætlum heyra í honum á eftir og kanna hvernig gengur.

Hafdís Sigurðardóttir úr Hjólfreiðafélagi Akureyrar vann um helgina Íslandsmeistaratitil í götuhjólreiðum. Íslandsmótið fór fram á Þingvöllum og hjóluð var 118 km leið í kvennaflokki. Þetta er ekki í fyrsti Íslandsmeistaratitill Hafdísar en meira um það hér á eftir þegar við hringjum norður og spjöllum við þessa afreks íþróttakonu.

En við byrjum á Snæfellsnesinu nánar tiltekið á Grundarfirði sem iðaði af lífi í gær en þá varpaði skemmtiferðaskipið Nieuw Statendam akkerum á ytri höfninni í Grundarfirði með 2700 manns innanborðs og á línunni hjá okkur er Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar.

Frumflutt

26. júní 2023

Aðgengilegt til

25. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,