Síðdegisútvarpið

6. júlí

Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi í dag en síðan á þriðjudag hafa fleiri 4700 mælst stærsti 4,8 stærð. Fréttastofa RÚV hefur staðið vaktina síðustu daga, Inga Sara Guðmundsdóttir er þeirra á meðal. Hún kíkir til okkar og fer yfir málin.

Íslenska Team Rynkeby hjólaliðið heldur til Danmerkur á föstudag og mun hjóla um 1300 km til Parísar á átta dögum. Markmiðið með ferðinni er safna til styrktar Umhyggju sem eru regnhlífarsamtök margra félaga sem sinna langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Verkefnið er alþjóðlegt og hefur safnað miklu til góðgerðarmála undanfarin ár og þar hafa Íslendingar lagt sitt af mörkum. Þær Elsa Guðrún Jóhannesdóttir og Helga Jóhanna Oddsdóttir koma til okkar og segja okkur meira af tilurð og tilgangi Team Rynkeby.

Við fáum póstkort í hljóðmynd frá Hljóðvegi 1 þar sem Steiney Skúladóttir var stödd í Hólmavík þar sem hún hitti hún hljómsveitina Little mix, þó ekki bresku sveitina sem vann X Factor árið 2011 heldur íslenska útgáfu. Steiney ræðir við Kolfinnu Vísu Aspar og Eiríksdóttur sem er 7 ára og Heklu Karítas Þorgeirsdóttur sem er 10 ára. Stelpurnar komu fram á sýningu í lok sköpunarnámskeiðs og við erum svo heppin heyra lagið sem þær fluttu.

Urður Ýrr Brynjólfsdóttir er annar helmingur Sirkus Ananas kemur til okkar á eftir. Sirkus Ananas er listamannateymi sem sérhæfir sig í sirkustengdum skemmtunum. Urður Ýrr sérhæfir sig í loftfimleikum, en stundar það einnig láta henda sér upp í loftið.

Atli Fannar Bjarkason mætir í MEME vikunnar og þar verður fjallað um matreiðsluþætti þessu sinni.

Lengsta regnbogagata landsins varð til á Akranesi í byrjun vikunnar þegar hópur sjálfboðaliða ásamt hinseginfélagi Vesturlands málaði 400 metra regnbogafána í bænum. Uppátækið hefur vakið mikla athygli, margir fagna litagleðinni en einhverjir hafa látið í ljós ósætti í athugasemdakerfum yfir því hinseginleiknum gert svo hátt undir höfði. Tilefni götumálningar var hátíð hinsegin vesturlands sem fer fram á Skaganum í lok mánaðar. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir forseti félagsins ætlar segja okkur frá.

Frumflutt

6. júlí 2023

Aðgengilegt til

5. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,