Síðdegisútvarpið

22. júní

Við ræddum við Gauta Jóhannesson fulltrúa sveitastjórnar á Djúpavogi í vor vegna skorts á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á staðnum. Bæjarbúar og rekstraraðilar bensínstöðvar bæjarins höfðu fengið nóg af því fólk væri létta á sér við og jafnvel á bensínstöðina. Við fylgdum þessu eftir í dag og heyrðum í Inga Ragnarssyni sem situr í heimastjórn, það eru nefnilega vendingar í í stóra klósettmálinu.

Seint í gærkvöldi bárust þau gleðitíðindi fyrir kvikmyndaunnendur og bíófara landsins Tónabíó myndi opna aftur í náinni framtíð. Sýningum í Tónabíói var hætt á níunda áratugnum og var salurinn þá lagður undir bingó. Einn forsvarsmanna Tónabíós er Sigurður Snorrason, hann kemur til okkar.

Í dag er fimmtudagur og þá förum við í jarm vikunnar, eða Meme dagsins. Atli Fannar Bjarkason er okkar maður á þeim vettvangi og hann færði okkur fersk tíðindi af öldum internetsins.

Til stendur fara í fornleifarannsóknir undir vatni á Þingvöllum. Verkefnið miðar því greina og kortleggja fornleifar sem áður voru á landi, en hafa farið á kaf vegna landsigs í sigdalnum. Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður leit við hjá okkur og sagði okkur nánar frá, auk þess sem við spurðum hann út í aðsókn og álag á Þingvelli þegar ferðamenn flykkjast til landsins.

Við fengum svo til okkar knattspyrnukonuna Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur eða Ollu Siggu, en hún og Jón Jónsson, tónlistarmaður og fyrrum knattspyrnukappi, stýra sjónvarpsþættinum Fót­bolta-Aka­demí­an Spark, þar sem þau fara yfir ýmis undirstöðuatriði knattspyrnunnar og kenna áhugasömum ýmis trix. Við heyrðum af því.

Við byrjuðum hins vegar þáttinn á því hringja austur á Hérað og heyra í Bergrúnu Örnu Þorsteinsdóttur aðstoðarskógarverði á Austurlandi sem sagði okkur frá Skógardeginum mikla sem er framundan.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.

KT TUNSTALL - Suddenly I See.

LED ZEPPELIN - Ramble On.

LAUFEY - From The Start.

Snorri Helgason - Gerum okkar besta.

JÚLÍ HEIÐAR & KRISTMUNDUR AXEL - Ég er.

LEAVES - Breathe.

BLINK 182 - I miss you.

ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.

VÖK - Illuminating.

Frumflutt

22. júní 2023

Aðgengilegt til

21. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,