Síðdegisútvarpið

17. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Við komum víða við í þættinum í dag venju, spjölluðum m.a. við konu sem farið hefur í göngutúr í öllum þéttbýlispóstnúmerum landsins. Áslaug Björt Guðmundardóttir hefur verið á þessu ferðalagi frá 2020 og hún kíkTU til okkar í spjall um þetta skemmtilega verkefni sitt.

Flestar íslenskar bækur koma út fyrir jól, en það koma líka út bækur á sumrin enda njóta margir þess lesa í sumarfríinu. Við ræddum glænýja íslenska glæpasögu sem ber titilinn Utan garðs og fengum til okkar höfundinn Unni Lilju Aradóttur.

Á morgun verður boðið upp á fræðslugöngu í Grasagarðinum í Reykjavík þar sem Svanhildur Björk Sigfúsdóttir, garðyrkjufræðingur ætlar kynna tré og runna sem njóta sín vel í heimagörðum. Þar kemur ýmislegt til, svo sem vaxtarlag og blómskrúð, og við tókum smá forskot á sæluna og fengum Svanhildi til okkar í smá garðyrkjuspjall.

Aðgengi gosstöðvunum var opnað aftur eftir hádegi í dag. Við veltum fyrir okkur hvort fólk streymir og slógum á þráðinn til Boga Adolfssonar formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem staddur var á svæðinu.

Eftir 10 ára þögn mun hljómsveitin Botnleðja snúa aftur og það með stæl, því hún ratar rakleiðis í Eldborg í Hörpu til hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Pavement. Sveitin á sér marga áhangendur hér heima en hún er ein af þeim áhrifamestu sem sprottið hafa upp úr bandarísku neðanjarðarsenunni síðustu áratugi. Margir fögnuðu þeim tíðindum er Botnleðja bættist í dagskrána, en liðsmenn hennar þekkja tónlist Pavement vel. Við fengum þá Heiðar Örn Kristjánsson og Ragnar Pál Steinsson í heimsókn.

En við byrjuðum á allt öðru. Flest tengjum við skötuát við Þorláksmessu, en ekki hásumar. Ásmundur Friðriksson hefur hins vegar boðið upp á skötumessu sumri við miklar vinsældir undanfarin ár og messan í ár verður á miðvikudaginn kemur. Ásmundur var á línunni.

Tónlist:

GDRN - Parísarhjól.

PROCLAIMERS - I'm on my way.

FOOLS GARDEN - Lemon Tree.

VÖK - Lost in the weekend.

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).

WARMLAND - Overboard.

LANGI SELI OG SKUGGARNIR - Hviss Bamm Búmm.

BOTNLEÐJA - Fallhlíf.

PAVEMENT - Range Life.

TOVE LO - No one dies from love.

Frumflutt

17. júlí 2023

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,