Síðdegisútvarpið

17. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Við komum víða við í þættinum í dag venju, spjölluðum m.a. við konu sem farið hefur í göngutúr í öllum þéttbýlispóstnúmerum landsins. Áslaug Björt Guðmundardóttir hefur verið á þessu ferðalagi frá 2020 og hún kíkTU til okkar í spjall um þetta skemmtilega verkefni sitt.

Flestar íslenskar bækur koma út fyrir jól, en það koma líka út bækur á sumrin enda njóta margir þess lesa í sumarfríinu. Við ræddum glænýja íslenska glæpasögu sem ber titilinn Utan garðs og fengum til okkar höfundinn Unni Lilju Aradóttur.

Á morgun verður boðið upp á fræðslugöngu í Grasagarðinum í Reykjavík þar sem Svanhildur Björk Sigfúsdóttir, garðyrkjufræðingur ætlar kynna tré og runna sem njóta sín vel í heimagörðum. Þar kemur ýmislegt til, svo sem vaxtarlag og blómskrúð, og við tókum smá forskot á sæluna og fengum Svanhildi til okkar í smá garðyrkjuspjall.

Aðgengi gosstöðvunum var opnað aftur eftir hádegi í dag. Við veltum fyrir okkur hvort fólk streymir og slógum á þráðinn til Boga Adolfssonar formanns björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, sem staddur var á svæðinu.

Eftir 10 ára þögn mun hljómsveitin Botnleðja snúa aftur og það með stæl, því hún ratar rakleiðis í Eldborg í Hörpu til hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Pavement. Sveitin á sér marga áhangendur hér heima en hún er ein af þeim áhrifamestu sem sprottið hafa upp úr bandarísku neðanjarðarsenunni síðustu áratugi. Margir fögnuðu þeim tíðindum er Botnleðja bættist í dagskrána, en liðsmenn hennar þekkja tónlist Pavement vel. Við fengum þá Heiðar Örn Kristjánsson og Ragnar Pál Steinsson í heimsókn.

En við byrjuðum á allt öðru. Flest tengjum við skötuát við Þorláksmessu, en ekki hásumar. Ásmundur Friðriksson hefur hins vegar boðið upp á skötumessu sumri við miklar vinsældir undanfarin ár og messan í ár verður á miðvikudaginn kemur. Ásmundur var á línunni.

Tónlist:

GDRN - Parísarhjól.

PROCLAIMERS - I'm on my way.

FOOLS GARDEN - Lemon Tree.

VÖK - Lost in the weekend.

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR - Veldu stjörnu (ft. John Grant).

WARMLAND - Overboard.

LANGI SELI OG SKUGGARNIR - Hviss Bamm Búmm.

BOTNLEÐJA - Fallhlíf.

PAVEMENT - Range Life.

TOVE LO - No one dies from love.

Frumflutt

17. júlí 2023

Aðgengilegt til

16. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,