Síðdegisútvarpið

30. júní

Orkumótið í Vestmannaeyjum hefur verið haldið árlega frá árinu 1984. Á mótinu keppa drengur í 6. flokki í knattspyrnu og hafa margir af bestu knattspyrnumönnum landsins tekið þátt í mótinu á sínum yngri árum. Síðdegisútvarpið sendir vitaskuld sinn fulltrúa á mótið og við treystum engum betur en Gunnu Dís til grípa boltann á Orkumótinu.

Það er vel við hæfi í upphafi helgar og þar sem sumardagurinn eini er á næsta leyti til okkar eðalgest úr suðrænni sveiflu. Bogomil Font fagnar nefnilega um þessar mundir 30 ára ferli með afmælisútgáfu plötunnar Ekki þessi leiðindi á vinyl. Bogomil sjálfur mætir til okkar og ræðir stílinn, stemminguna og þrjátíu ár af Bogomil.

Í ýmsum blaðagreinum, textum og tali hafa skinkur oft borið á góma en þá er gjarnan rætt á gildishlaðinn hátt um konur sem eru oftast gagnkynhneigðar, stífmálaðar í efnislitlum fötum og vel byrgar af brúnkukremi. Samfélagsmiðlafréttakonan Ingunn Lára Kristjánsdóttir segir okkur allt um uppruna skinkunnar.

Við ætlum bregða okkur aftur út í Viðey og til okkar Björk Bjarnadóttur umhverfis- og þjóðfræðing sem ætlar taka á móti börnum og fjölskyldum þeirra í náttúrugöngu á morgun laugardag. Þar verður fléttað saman þjóðsögum sem tengjast eynni og náttúruskoðun og við kannski nýtum tækifærið og spyrjum Björk hvort hún hafi velt sér upp úr jónsmessudögginni í eynni fyrir viku síðan.

Við rennum okkur svo aftur á Hljóðveg eitt og fylgjum Steineyju alla leið á vestasta tanga Íslands, nefnilega Látrarbjarg en þar iðar allt af fugli framan af sumri, hver snös og stallur er þar setinn. Steiney tekur fuglana fyrir vestan tali.

Við höfum ásamt hlustendum fengið far með þeim Steineyju Skúladóttur og Jóhanni Alfreð um Hljóðveg 1 núna síðustu vikur og ætlar Steiney fylgja okkur í dag til Hólmavíkur við Steingrímsfjörð. Við heyrum meira af strandamönnum- og konum hér eftir augnablik.

Frumflutt

30. júní 2023

Aðgengilegt til

29. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,