Síðdegisútvarpið

25. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Þúsundþjalasmiðurinn Daníel Geir Moritz lenti í heilmiklu geitungaævintýri austur í Neskaupstað þegar hann bauðst til aðstoða íbúa nokkurn við fjarlægja geitungabú. Verkefnið reyndist nokkuð viðameira en reiknað var með þegar á hólminn var komið. Okkur lék forvitni á vita meira og Daníel var á línunni. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar skoðar lagalega óvissu sem sögð er ríkja um stöðu Agnesar Sigurðardóttur í embætti biskups Íslands. Skipun hennar hefur verið framlengd tvisvar á síðustu tveimur árum, en hún hyggst hætta störfum á næsta ári. Við ræddum við Pétur Markan biskupsritara.

Þaðan héldum við á Reykjanesskagann þar sem eldgosið í Litla-Hrút hefur staðið yfir í rétt rúmar tvær vikur. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur kíkti til okkar og fór yfir stöðuna. Í Morgunblaði dagsins ræddi hann m.a. þann möguleika gosvirkni kynni færast í átt til norðausturs, en því kynnu fylgja nýjar áskoranir.

Framundan í kvöld er kannski stærsti leikur sumarsins í félagsliðafótboltanum karlamegin þegar lið Breiðabliks mætir danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn á Kópavogsvelli í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Ýmsar Íslandstengingar er finna á milli félaganna tveggja, m.a. leikur sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika með liði FCK. Við tókum aðeins púlsinn á stemmningunni í Kópavogi fyrir leiknum og heyrðum í Kristjáni Inga Gunnarssyni, fjölmiðlafulltrúa Breiðabliks.

Steiney Skúladóttir er á ferð um landið og hún skellti sér um borð í uppsjávarskipið Venus á Vopnafirði og hitti þar fyrir Berg Einarsson skipstjóra.

Sigrún Arna Aradóttir hefur prjónað frá unglingsaldri, en í seinni tíð hefur hún líka farið í það gera prjónauppskriftir við góðan orðstír. Hún hefur útvíkkað áhugamálið og selur orðið uppskriftir og garn í gegnum vefsíðu sína. Þar er ýmislegt forvitnilegt sjá, sem allt tengist náttúrunni á einn eða annan hátt. Sigrún kíkti til okkar í prjónaspjall.

Tónlist:

Friðrik Dór - Bleikur og blár.

Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.

Klemens Hannigan - Spend Some Time On Me Baby.

Mannakorn - Gamli Góði Vinur.

Lizzo - About Damn Time.

James Taylor - Fire And Rain.

Stephen Sanchez - Until I Found You.

Hr. Hnetusmjör - Eitt fyrir klúbbinn.

Mugison - Stóra stóra ást.

Frumflutt

25. júlí 2023

Aðgengilegt til

24. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,