Síðdegisútvarpið

19.05.2023

Í dag voru veitt mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða. þessu sinni var það félagið Trans Ísland sem hlaut verðlaunin. Ólöf Bjarki Antons formaður félagsins kemur til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir af þessu tilefni.

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody. Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Eflaust margir hér á landi mjög spenntir þessar fréttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri kíkir í kaffi á þessum ágæta föstudegi og segir okkur betur frá.

Í dag er alþjóðlegur IBD - dagur en IBD stendur fyrir ólæknandi og langvinna sjúkdóma í ristli og þörmum sem hafa mikil áhrif á daglegt líf einstaklinga og talið er um hálft prósent þjóðarinnar og yfir 10 milljónir manna í öllum heimin þjáist af. Edda Svavarsdóttir tækniteiknari skrifar grein í Morgunblaðið í dag og yfirskrift hennar er Þú sérð það ekki utan á mér. Edda kemur til okkar á eftir og fræðir okkur um IBD.

Svo fáum við til okkar Einar Björn Þórarinsson sem var búinn nóg af því ekki væri til íslenskt heilalím fyrir börn á youtube. Einar gerði sér lítið fyrir og bjó til fullt af stuttum klippum fyrir börn, klippur sem ýta undir hreyfingu á íslensku.

Við fengum fréttir af því út koma smáforrit sem hjálpar fólki kaupa og selja notuð föt eins og í hinum svokölluðu loppubúðum. Smáforritið Regn er í prófun en mun fljótlega líta dagsins ljós. Á eftir kemur til okkar Kristján Eldur Aronsson hjá Regn til segja okkur frá þessari nýjung.

Í ár eru 40 ár liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi og af því tilefni verður haldin Sátta og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík á sunnudaginn, hinga er kominn Einar Þór Jónsson framkvæmdastjóri HIV Íslands.

Frumflutt

19. maí 2023

Aðgengilegt til

18. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,