Síðdegisútvarpið

3.júlí

Ákveðið var fyrir skemmstu loka sendiráði Íslands í Rússlandi frá og með 1.ágúst næstkomandi. Árni Þór Sigurðsson sendiherra er því farinn frá Moskvu en hann flaug heim á leið fyrir nokkrum dögum síðan og hann æltar koma til okkar í Síðdegisútvarpið á eftir til ræða veru sína í Rússlandi og ástandið í landinu.

Sólin er byrjuð skína á suðvestur helmingi landsins og það er rjómablíða á suðurlandi en á sama tíma er spáð slyddu eða snjókomu á fjallvegum norðaustanlands á morgun. Hvað er eiginlega í gangi? Við rýnum í veðrið á eftir með Sigurði Þ. Ragnarssyni veðurfræðingi.

Við rákum augun í það samtök um dýravelferð skora á Akureyrarbæ styðja við Kisukot, en Ragnheiður Gunnarsdóttir hefur rekið Kisukot, kattaraðstoð á Akureyri síðastliðinn áratug. Langt er síðan jafn margir kettir hafa verið á vergangi á Akureyri og og fylgir mikill kostnaður starfseminni. Síðdegisútvarpið heyrði síðast í Ragnheiði fyrir rúmu ári síðan en þá stóð til loka Kisukoti fyrir fullt og allt en nokkuð ljóst er ekkert varð þeim plönum. Við heyrum í Ragnheiði á eftir.

Sverrir Ingólfsson eigandi Samgönguminjasafnsins Ystafelli verður á línunni hjá okkur á eftir en á þessum degi árið 1928 ók bifreið um Öxnadalsheiði í fyrsta sinn. Við heyrum söguna af þeirri sögufrægu bílferð á sjötta tímanum.

Hjónin Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson eru höfundar bókar sem fjallar um Þriðju vaktina en bókin er fyrir fólk sem vill jafnrétti á eigin heimili. Og við spyrjum, vilja ekki allir jafnréttir á eigin heimili og á þessi bók því ekki erindi við alla ? Höfundarnir safna fyrir útgáfu bókarinnar á Karolinafund og við ætlum Huldu til okkar á eftir til ræða innihald bókarinnar.

En við byrjum út í eyjum þar sem Goslokahátíðin verður sett með formlegum hætti í dag. Á línunni er Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja.

Frumflutt

3. júlí 2023

Aðgengilegt til

2. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,