Síðdegisútvarpið

7. júlí

Silja Bára Ómarsdóttir er stödd í Hrísey þar sem hún hefur keypt sér hús með nokkrum vinkonum. Þar fer fram mikil hátíð um helgina og við heyrum allt um hana.

Við setjum okur í samband við Hljóðveg 1 þar sem Steiney Skúladóttir verður stödd á Lundaspítalanum í Vestmannaeyjum.

Skjálftavaktin heldur áfram, fréttastofa RÚV hefur staðið vaktina daga og nætur síðan á þriðjudag og fylgist með því sem er gerast eða ekki gerast á Reykjanesinu. Dregið hefur úr skjálftavirkni en enn bólar ekkert á gosi. Hvað er eiginlega gerast? Ásta Hlín Magnúsdóttir fréttamaður kíkir til okkar og skýrir frá stöðunni.

Rúnar Sigurjónsson formaður Fornbílaklúbbs Íslands segir okkur frá fornbílasýningu og fatadegi á Árbæjarsafni, sem haldinn verður á sunnudaginn kemur.

Public House, Sumac og Vínstúkan Tíu sopar ætla aftur dúka langborð á miðjum Laugaveginum og halda heljarinnar veislu. Einn af þeim er stendur á bak við uppátækið er hinn mjög svo skemmtilega ofvirki Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson. Hann mætir á eftir til útskýra framkvæmd og tilgang hlaðborðsins.

Myndlistarkonan Sunneva Ása Weisshappel rannsakar flókið og marglaga félagsmynstur kvenna í nýrri sýningu sem opnar í Þulu galleríi um helgina. Sunneva er í sólskinsskapi og ætlar kíkja á okkur og segja frá sýningunni.

Frumflutt

7. júlí 2023

Aðgengilegt til

6. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,