Síðdegisútvarpið

7. júlí

Silja Bára Ómarsdóttir er stödd í Hrísey þar sem hún hefur keypt sér hús með nokkrum vinkonum. Þar fer fram mikil hátíð um helgina og við heyrum allt um hana.

Við setjum okur í samband við Hljóðveg 1 þar sem Steiney Skúladóttir verður stödd á Lundaspítalanum í Vestmannaeyjum.

Skjálftavaktin heldur áfram, fréttastofa RÚV hefur staðið vaktina daga og nætur síðan á þriðjudag og fylgist með því sem er gerast eða ekki gerast á Reykjanesinu. Dregið hefur úr skjálftavirkni en enn bólar ekkert á gosi. Hvað er eiginlega gerast? Ásta Hlín Magnúsdóttir fréttamaður kíkir til okkar og skýrir frá stöðunni.

Rúnar Sigurjónsson formaður Fornbílaklúbbs Íslands segir okkur frá fornbílasýningu og fatadegi á Árbæjarsafni, sem haldinn verður á sunnudaginn kemur.

Public House, Sumac og Vínstúkan Tíu sopar ætla aftur dúka langborð á miðjum Laugaveginum og halda heljarinnar veislu. Einn af þeim er stendur á bak við uppátækið er hinn mjög svo skemmtilega ofvirki Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson. Hann mætir á eftir til útskýra framkvæmd og tilgang hlaðborðsins.

Myndlistarkonan Sunneva Ása Weisshappel rannsakar flókið og marglaga félagsmynstur kvenna í nýrri sýningu sem opnar í Þulu galleríi um helgina. Sunneva er í sólskinsskapi og ætlar kíkja á okkur og segja frá sýningunni.

Frumflutt

7. júlí 2023

Aðgengilegt til

6. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,