Síðdegisútvarpið

9.júní

í fyrra var farið í átaks­verk­efni hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi með það markmiði vinna niður biðlista vegna aðgerða sem safnast höfðu upp hjá stofnuninni. Skemmst er frá því segja átakið hefur skilað miklum árangri jafnt fyrir skjólstæðinga sjúkrahússins og starfsfólkið og í raun fyrir allt starfið á spítalanum. Björn Zoega er forstjóri Karonlinska sjúkrahússins hann kemur til okkar á eftir og segir okkur frá verkefninu og helstu lyklunum þessum góða árangri.

Á vefnum sofn.is eru upplýsingar um öll söfn, setur og sýningar landsins. Með því skrá sig inn á vefinn er hægt merkja við þau söfn sem viðkomandi hefur heimsótt og í kjölfarið getur fólk byrjað safna söfnum. Dagrún Ósk Jónsdóttir veit allt um þetta áhugaverða verkefni hún segir okkur frá á eftir.

OK var eitthvað sem þjóðin söng hástöfum á meðan á Söngvakeppninni stóð. Það var algerlega hljómsveitinni Langa Sela og Skuggunum kenna, eða þakka. En hvað er frétta af Axel Hallkeli Jóhannessyni og félögum. Okkur grunar þeir allt annað en hættir. Langi Seli sjálfur mætir til okkar á eftir og hressandi föstudagsspjall.

Við ætlum heyra í íslenskri leikkonu sem heitir Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir eða Siddy Holloway. Hún hefur verið gera það gott í Bretlandi og víðar í þáttum sem heita á frummálinu The secret of the London Underground eða leyndardómar neðanjarðarlestarkerfisins í London. Þættirnir urðu til fyrir algjöra tilviljun og við fáum heyra allt um það hér í þætti dagsins.

CBD er skammstöfun sem við heyrum æ oftar, en hún stendur fyrir cannabidoil. CBD hefur verið til sölu á íslandi um nokkurt skeið. En hvað er þetta og er fólk alveg orðið ófeimið við segjast nota CBD eða fylgir því einhver skömm? Ragnar Helgason er einn þeirra sem selur CBD, ekki nóg með það hann lætur gera sína eigin olíu. Hann er væntanlegur í þáttinn til ræða við okkur um CBD.

En byrjum á þessu en sextíu manna hópur fólks hefur undanfarnar þrjár vikur hreinsað rusl í kringum flugstöðina okkar vegna þess fólkinu í hópnum þykir það óboðlegt gestir sem heimsækja okkar fagra land þurfi horfa á sóðaskap við fyrstu kynni landsins. Tómas J Knútsson er meðlimur hópsins og er hann á línunni.

Frumflutt

9. júní 2023

Aðgengilegt til

8. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,