Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið 13. júlí

Það eru þeir Kristján Freyr og Jóhann Alfreð sem bjóða hlustendum upp á Síðdegisútvarpið í dag.

Meme vikunnar hefur verið vikulegur liður í Síðdegisútvarpinu um hríð og við bregðum ekki út af vananum en í Meme vikunnar fer Atli Fannar Bjarkason, samfélagsmiðlastjóri RÚV, yfir það sem ber hæst á internetinu hverju sinni. Við fáum Atla í heimsókn.

Eins og greint var frá á miðlum í morgun hefur gönguleiðum gosstöðvunum verið lokað en hins vegar hefur ríkt góð stemning á GÓSSstöðvunum - tríóið GÓSS hefur líkt og undanfarin sumur ferðast um landið þvert og endilangt og skemmt fólki með sínum undurfögru tónum. GÓSS er á ferðinni og mun halda sérstaka GÓSSlokahátíð Vestfjarða næstkomandi sunnudag í Bjarnarfirði. Við heyrum í Sigríði Thorlacius söngkonu.

Og svo er það tennisinn. Hann nýtur vaxandi vinsælda bæði sem áhugamál, líkamsrækt og í áhorfi. Hann kíkir til okkar í Síðdegisútvarpið, nýkrýndur Íslandsmeistari utanhúss, Rafn Kumar Bonifacius. Við ræðum aðeins tennisáhuga landsins, hvað er þetta Padel sem allir eru tala um. Og svo ætlum við spá í spilin í stærsta risamóti ársins sem lýkur um helgina. Wimbledon-mótinu í Lundúnum.

Og við sleppum ekkert eldhræringunum á Reykjanesskaga í þætti dagsins þótt lokað hafi verið upp gossvæðinu. Það var hins vegar ekki lokað í gær og þá tölti upp Litla Hrút hann Guðjón Páll Tómasson sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema hann gekk berfættur upp gosi. Við heyrum í honum á eftir.

- Síðdegisútvarpið. Alltaf á tánum.

Loks fáum við sumargest þáttarins. Það er hún Viktoría Blöndal, leikskáld og leikstjóri. Hún var gefa út hlaðvarpsseríu í RÚV-spilaranum sem nefnist Heimavistin og fjallar um tíma hennar á heimavistinni í Framhaldsskólanum á Laugum undir og um aldamótin. Við forvitnumst um seríuna og hlerum hvað er framundan hjá henni í sumar og haust.

Við hefjum þó leika í Dýrafirði; Dýrafjarðardagar hefjast á föstudag og stendur yfir helgina. Fjölmargt verður þar í boði, sirkus, siglingar og útiskemmtun þar sem landsþekkt tónlistarfólk stígur á stokk. auki hverfist hátíðin í kringum hlaupahátíð Vestfjarða þar sem boðið er upp á bæði krefjandi hlaup sem og skemmtiskokk. Jón Jósep Snæbjörnsson er verkefnastjóri hátíðarinnar og hann segir okkur hvers vegna öll vötn falla til Dýrafjarðar á helginni. Jónsi er á línunni.

Frumflutt

13. júlí 2023

Aðgengilegt til

12. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,