Síðdegisútvarpið

24. júlí

Síðdegisútvarpið heilsar ykkur mánudaginn 24. Júlí, Júlía Margrét Einarsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson, fylgja hlustendum til klukkan sex í dag og það er af nógu taka hjá okkur í þætti dagsins.

Við sláum á þráðinn vestur um haf, til Hollywood raunar. Þar er okkar kona Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas eða DD Unit stödd. Hún gerði sér glaðan dag á föstudag eins og fjölmargir í Bandaríkjunum og hér á landi og tók Barbenheimer tvennuna svokölluðu.

Við förum yfir það hvernig þetta fór allt saman en myndirnar Barbie og Oppenheimer voru frumsýndar með pompi og prakt en það hafði mikil eftirvænting ríkt fyrir frumsýningarhelginni.

Í morgun bárust fréttir af því Sádi-Arabíska knattspyrnuliðið Al-Hilal væri undirbúa 300 milljón evra boð í frönsku stórstjörnuna Kylian Mbappe. Sádi-Arabísk knattspyrnulið hafa verið afar virk á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Hvað er gerast þarna? Eru til endalausir peningar og hvað er planið hjá Sádunum með knattspyrnuna þar í landi. Björn Berg Gunnarsson verður til svara hér rétt á eftir.

Sumarið er brúðkaupstími, hverja einustu helgi ganga fjölmörg pör hjónaband og oft með miklum veislum, kökuáti, skrauti, blúndum og fíneríi. Um helgina fór fram afar glæsilegt brúðkaup þegar vélaverkfræðingur og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir gekk eiga eiginmann sinn Markus Wasserbaech í Garðakirkju. Þau höfðu áður gift sig í Þýskalandi þar sem þau eru búsett. Fjölmargir fylgdust með herlegheitunum á samfélagsmiðlum, hún kíkir til okkar og segir okkur frá ævintýrinu.

Við vorum á ferð á Hljóðvegi 1 um helgina. Nánar tiltekið á Snæfellsnesi og héldum þaðan líka út í Flatey. Við höfum verið senda frá okkur póstkort af Hljóðveginum 1. Við hlýðum á eitt póstkort úr Breiðafjarðarferjunni Baldri þar sem við ræddum við Unnar Valby Gunnarsson, skipstjóra og Dómíníku Kúlínsku matráð um borð.

Fátt kemur notendum Twitter á óvart eftir ólíkindatólið Elon Musk tók við stjórnartaumum á þeim bænum. Það voru þó einhverjir hissa opna miðilinn í morgun og fuglinn góði, sem kemur í ljós heitir Larry, er á bak og brott því hann hefur vikið fyrir svörtu exi. Það er ljóst auðkýfingurinn lætur ekki segja sér fyrir verkum, en á hvaða vegferð er hann nú? Samfélagsmiðlafréttamaður RÚV, Ingunn Lára, veit allt um málið og hún er sest hjá okkur.

Frumflutt

24. júlí 2023

Aðgengilegt til

23. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,