Síðdegisútvarpið

22.maí

Íslenski lundastofninn hefur átt undir högg sækja undanfarin ár og samkvæmt nýjum tölum þá bendir allt til þess lundastofninn hafi dregist saman um 70% frá árinu 1995. Áður var talið þessar tölur væru lægri en hver skyldi vera helsta skýringin ? Við heyrum í Erpi Snæ Hansen líffræðingi en hann er einn helsti sérfræðingur landsins þegar kemur lundanum hann segir okkur helstu ástæður hér í þættinum. Rauði krossinn á Íslandi afhenti í dag glæjanýja bifreið sem nýtt verður til verkefnisins ?heilsugæsla á hjólum? í Sómalíulandi fyrr i dag. Þetta er jeppi sem tekur við af eldri bíl sem var tekinn gefa sig. Vildarvinir RKI, sem ekki vilja láta nafn síns getið ,gàfu bílinn og hafa jafnframt styrkt verkefnið um milljónir sl tvö ár Við heyrum í Kristínu Svanhildi Hjálmtýsdóttur framkvæmdastjóra Rauða Krossins á Íslandi. Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi. Hann hljóp 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Jarsk en hún hljóp 43 hringi, bæði Mari og Þorleifur hlupu Bakgarðshlaup meistaranna í Rettert í Þýskalandi, Mari hætti keppni eftir 34 hringi en eins og áður sagði þá hljóp Þorleifur 50 hringi. Við hringjum til Þýskalands og heyrum í Þorleifi Íslandsmethafa í Síðdegisútvarpinu á eftir. Hátíðin Iceland Innovation Week hefst í dag og stendur yfir fram á föstudag. Yfir 70 viðburðir verða á dagskrá hátíðarinnar vetnisgrill, hakkaþon, vinnusmiðjur, frumkvöðlasögur, opin hús og allt þar á milli. Aðaldagskráin hefst á morgun í Grósku. Þar verður heill dagur af fyrirlestrum og pallborðsumræðum, erlendir fyrirlesarar í bland við íslenska frumkvöðla. Edda Konráðsdóttir stofnandi og meðeigandi Iceland Innovation Week kemur til okkar í Síðdegisútvarpið og segir okkur frá því helsta sem í boði verður á hátíðinni. Og þessu tengt en við ætlum fjalla um nýsköpun í ferðatækni hér strax loknum fimm fréttum. Soffía Kristín Þórðardóttir stofnandi íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Paxflow kemur til okkar en hún er einn af fyrirlesurum á Iceland Travel Tech viðburði sem er hluti af Nýsköpunarvikunni. Á ráðstefnunni munu leiðandi tækniaðilar í ferðaþjónustu á Íslandi halda erindi og sýna lausnir en það sem er athyglisvert er margar áhugaverðar tæknilausnir sem notaðar eru af fyrirtækjum út um allan heim koma frá Íslandi. Við ræðum við Soffíu um ferðatækni og tæknilausnir hér á eftir. Svo er það yngsti bóndi landsins Kolbeinn Óskar Bjarnason sem er á línunni.

Frumflutt

22. maí 2023

Aðgengilegt til

21. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,