Síðdegisútvarpið

17.maí

Sagt var frá því á dögunum mennta- og barnamálaráðherra hefði skipað stýrihóp um eflingu framhaldsskóla. Hópnum ber leggja fram tillögur aðgerðum sem snúa framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins til mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Til mynda hefur sameining Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund verið rædd sem og Menntaskólans á Akureyri og VMA og Flensborgar og Tækniskólans. Óhætt er segja umræðan um sameiningarnar hafi vakið hörð viðbrögð og í yfirlýsingu sem fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara sendi frá sér á dögunum eru gerðar alvarlegar athugasemdir við áform um sameiningar framhaldsskóla og samráð við kennara kallað sýndarsamráð. Við ætlum til okkar á eftir Jóhönnu Björk Guðjónsdóttur kennara og meðlim í stjórn Félags Framhaldsskólakennara og Þorbjörn Rúnarsson sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara.

Við heyrum í Þórarni Inga Péturssyni bónda og alþingismanni á eftir. Þórarinn hefur eins og aðrir sauðfjárbændur staðið vaktina í sauðburði en þingmaðurinn tók sér frí frá stöfum í þinginu og er staddur á sínum Grund í Grýtubakkahreppi og við hringjum norður og spyrjum hvernig bústörfin gangi.

Fréttir bárust af því á dögunum leigufélagið Heimstaden sem á um 1700 íbúðir á Íslandi ætlar selja þær. Framkvæmdastjóri félagsins hér á landi segir viðræður við lífeyrissjóði um kaup á hlut í félaginu ekki hafa borið árangur og þar með séu rekstrarforsendur brostnar. Leigjendasamtökin hafa óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á öllum íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda á Íslandi kemur til okkar á eftir. Fyrir 12 árum síðan stimplaði hljómsveitin Tilbury sig rækilega inn í hjörtu landsmanna þegar þeir sendu frá sér sitt fyrsta lag Tenderloin þar sem sungið var um kúnstina matreiða steik á réttann hátt. er svo komið því sveitin er senda frá sér nýja plötu er heitir So Overwhelming. Við erum svo heppin Tilbury drengir koma til okkar á eftir ásamt Fríðu Dís og taka lagið fyrir okkur í beinni.Sagt er skemmtilegasta þrautarhlaup landsins fari fram í Mosfellsbæ á laugardaginn. Vinahópar, fjölskyldur og vinnufélagar eru hvött til taka þátt í þrautarhlaupinu sem ber yfirskriftina Better You KB þrautin 2023. Einn þeirra sem heldur utan um þetta allt saman heitir Guðjón Svansson, við heyrum í honum síðar í þættinum. En fyrst opnum við fyrir símann.

Frumflutt

17. maí 2023

Aðgengilegt til

16. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,