Síðdegisútvarpið

16.júní

Þau Steiney Skúladóttir og Jóhann Alfreð ætla halda áfram flakka um landið fyrir Rás 2 í sumar með þátt sinn Hljóðvegur 1. Þátturinn sjálfur er á dagskrá eftir hádegi á laugardögum en svo ætla þau dúkka upp hér og þar í dagskránni í kringum helgarnar og miðla þessu skemmtilega sem er gerast um allt land. Og meðal annars hér í Síðdegisútvarpinu.

Jóhann Alfreð verður í sambandi við okkur hér á eftir frá Víðistaðatúni þar sem Víkingahátíðin í Hafnarfirði er í fullum gangi. Þar er meðal annars verið bjóða upp á víkingabardaga, markaði, handverk, víkingaskóla, axarkast og fleira. Hann ætlar kynna sér málið og spjalla aðeins við hann Jökul Tandra, jarl- og leikjameistara Víkingafélagsins Rimmugýgs sem heldur utan um hátíðina.

Skáldsagan Sumarblóm og heimsins grjót er nýkomin út en höfundar hennar er Sigrún Alba Sigurðardóttir og byggir sagan á ævi ömmu Sigrúnar Ölbu. Bókin segir frá fólki sem bjó við óhefðbundið fjölskyldumunstur en Sigrún lærði sagnfræði og í náminu rakst hún oft á sögur af fólki sem hefur ekki endilega ratað í sögubækur. Fólk sem hafði lifað áhugaverðu lífi en einhvern veginn ekki verið fjallað um nema litlu leyti. Sigrún kemur til okkar á eftir og segir okkur frá.

Við ætlum líka kynna okkur dagskrána á 17. júní hér í Reykjavík Björg Jónsdóttir viðburðarstjóri borgarinnar kemur til okkar á eftir og fer yfir það helsta.

Og þrátt fyrir það föstudagur í dag þá kemur Atli Fannar Bjarkason til okkar með það heitasta á internetinu þessa stundina sem sagt í MEME vikunnar .

Bíll smáframleiðenda Vörusmiðjan er á ferðinni á norðurlandi vestra eftir skipulagðu leiðarkerfi. Hægt er koma og versla í bílnum gæðavörur frá framleiðendum Rúmlega tuttugu framleiðendur eru með vörur í bílinum og hátt í tvöhundruð vöruflokkar eru í boði. Við heyrum í konunni sem allt veit um þetta verkefni hún heitir Þórhildur Margrét Jónsdóttir.

Í dag eru 5 ár frá því Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leik Íslands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Moskvu í Rússlandi. Leikurinn fór 1-1. Hannes kemur til okkar á eftir og munum við rifja upp afrekið og einnig hita upp fyrir landsleikinn sem fer fram annað kvöld þar sem okkar menn mæta Slovakíu.

Frumflutt

16. júní 2023

Aðgengilegt til

15. júní 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,