Síðdegisútvarpið

16.mai

Ísland hefur legið undir miklum netárásum í dag. Vefur Alþingis niðri um tíma og net- og símalaust var í þinghúsinu. Vefur Stjórnarráðsins var einnig óvirkur um tíma, sem og fleiri vefir opinberra stofnanna. Tölvuárásarhópurinn NoName057, sem er hliðhollur Rússum, lýsti netárásum á íslensk stjórnvöld á hendur sér. Við heyrum í Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni Cert - is, sem gegnir hlutverki landsbundins öryggis- og viðbragðsteymis vegna ógna, atvika og áhættu er varðar net- og upplýsingaöryggi þjóðarinnar.

Það hefur verið nóg gera undanfarinn sólahring hjá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra flugvallasviðs Isavia. Aldrei hafa jafn margar einkaþottur komið til landsins á jafn stuttum tíma og við ætlum spyrjast fyrir um hvernig hefur gengið taka á móti öllum þessum vélum og svo koma þeim fyrir.

Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu dæmi séu um íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu kemur til okkar og segir frá.

Það er þriðjudagur í dag og Gígja Hólmgeirsdóttir verður með okkur norðan. Og hún ætlar fjalla um nokkuð sem margir kannast við, bæði þau sem eiga heima á Akureyri og þau sem hafa komið þangað sem gestir, og það er hversu erfitt það getur verið labba upp Gilið. Og er meira segja búið gera lag, lagið heitir "'Ég nenni ekki labba upp Gilið" með hljómsveitinni Brenndu bönununum. Gígja mælti sér mót við meðlimi hljómsveitarinnar, þær Heklu Sólveigu Magnúsdóttur og Sigrúnu Freygerði Finnsdóttur, og fékk heyra allt um þetta nýja lag.

Andrés Önd skipar stóran sess í hjörtum allmargra landsmanna. Mörg okkar lærðu lesa með Andrésarblað í höndunum og það á enn vel við. Í dag eru 40 ár síðan fyrsta Andrésar Andar blaðið kom út á íslensku. Við fáum til okkar einn heitasta Andrésar Andar aðdáanda landsins, hana Sigríði Theodóru Eiríksdóttur.

En við byrjum í Hörpu þar sem fundur Evrópuráðsins er í fullum gangi og miðað við dagskrá eru þáttakendur skila sér í hús og bráðum verður hópmyndataka - Sveinn H. Guðmars­son fjöl­miðlafull­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins verður á línunni hjá okkur.

Frumflutt

16. maí 2023

Aðgengilegt til

15. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,