Síðdegisútvarpið

24.maí

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig í morgun. Stýrivextir eru 8,75% eftir breytinguna. Verðbólguspá bankans er svört. Margir tjáðu sig á samfélagsmiðlum í morgun þegar tilkynnt var um hækkunina og þar nefna stjórnmálafólk og fólk úr verkalýðshreyfingunn en ætlum við opna fyrir símann og heyra í fólkinu í landinu og heyra hvað hlustendur okkar hafa segja.

Á morgun verður mikil hátíð í Sjávarklasanum úti á granda þegar yfir fimmtíu frumkvöðlar og fyrirtæki með kollagen úr fiski, veiðar með ljósum, síldarlýsi, sárameðferð með fiskroði, veiðitækni, rafmagnsbáta, fiskleður, fiskisnakk, fiskidrykki, snyrtivörur úr skel svo eitthvað nefnt verða með á sýningu á haftengdri nýsköpun. Við ætlum fræðast meira um það sem þarna verður í boði þegar Þór Sigfússon stofnandi Sjávarklasans kemur til okkar á eftir.

Við heyrðum svo skemmtileg sögu af tilurð nýjustu bókar Gunnars Helgasonar, bókin heitir Bella gella krossari og kemur í verslanir í dag eða morgun. Við stóðumst ekki freistinguna og hringdum í Gunna og báðum hann kíkja til okkar strax eftir fimm fréttir í dag til segja okkur þessa sögu í beinni.

leita AFS samtökin fósturfjölskyldum fyrir skiptinema sem eru koma hingað til lands í haust. Hvaða skilyrði þurfa fósturfjölskyldur uppfylla og hvað felst í því taka sér skiptinema. Kristín Björnsdóttir sem stýrir fósturfjölskylduöflun hjá AFS og Katalín Karácsoní sem kom hingað sem skiptinemi árið 2016 frá Ungverjalandi koma til okkar og segja okkur betur frá.

Um þessar mundir hefur Tjarnarbíói verið breytt í baðlón, ástæðan er verkið Lónið er þar í sýningu og er það fyrsta sviðsverk Magnúsar Thorlacius sem útskrifaðist frá LHÍ nýlega, við hringjum í Magnús síðar í þættinum.

Við fengum fréttir af því fyrr í dag Snorri Steinn Guðjónsson verði næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla. Það búið ráða landsliðsþjálfara hljóta teljast góð tíðindi hingað er kominn Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður.

Frumflutt

24. maí 2023

Aðgengilegt til

23. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,