Síðdegisútvarpið

20. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Kristján Freyr Halldórsson.

Við byrjuðum á því heyra af tilnefningu samtakanna World Cleanup Day til hópeflisverðlauna sjálfbærnisamkeppni Sameinuðu þjóðanna. Tómas Knútsson, einn af stofnendum samtakanna, er á leið til Rómar til vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna og hann var á línunni.

Heimildamynd Sigurjóns Sighvatssonar, Exxtinction Emergency, hlaut á dögunum verðlaun á kvikmyndahátíðinni Montreal Independent Film Festival í Kanada. Myndin fjallar um tilurð og baráttu umhverfissamtakanna Extinction Rebellion sem varð til í kjölfar sláandi skýrslu um loftslagsbreytingar árið 2018. Við fengum Sigurjón Sighvatsson í heimsókn sem sagði okkur frá myndinni og mikilvægri baráttu samtakanna á tímum aukinna hlýinda í heiminum.

Guðrún Bjarnadóttir í Hespuhúsinu er ekki bara dugleg jurtalita og taka á móti ferðamönnum, hún er líka afkastamikil orðin í spilaútgáfu og hennar þriðja spil, Fuglaspilið er nýútkomið. Við slógum á þráðinn austur fyrir fjall og heyrðum aðeins í Guðrúnu.

Atli Fannar Bjarkason kom til okkar í hinn vikulega lið Meme vikunnar og hann kenndi okkur verða rík.

Sumarhátíð ÍslandRover var haldin í félagsheimilinu Árbliki í Dölum síðustu helgi. Í sérlegu happadrætti hátíðarinnar var vitanlega Land Rover jeppi fyrsti vinningur og hreppti Guðmundur Líndal Pálsson hnossið. Guðmundur ók himinlifandi heim á vinningum, árgerð 1962 strax eftir hátíð. Við heyrðum í Guðmundi Líndal Land Rover áhugamanni.

Tónlist:

ALBATROSS - Ég ætla skemmta mér.

KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges).

VALDIMAR - Stundum.

BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.

ZIGGY - The times they are a changing.

HREIMUR - Get ekki hætt hugsa um þig.

THE CURE - Just Like Heaven.

Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker.

R.E.M. - The One I Love.

JEFF WHO - Barfly.

WHAM - Everything she wants.

Frumflutt

20. júlí 2023

Aðgengilegt til

19. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,