Síðdegisútvarpið

19. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Við byrjuðum á því heyra í okkar manni í Brussel, Birni Malmquist, en hann brá sér á fótboltaleik í gær og tók þar Vöndu Sigurgeirsdóttur formann KSÍ tali.

Listakonan Habby Osk opnaði einkasýningu sína Components þann 30. júní sl. í Listasal Mosfellsbæjar við góðan viðtökur, en stuttu síðar olli jarðskjálftahrina því verk hennar duttu í gólfið og sködduðust og loka þurfti sýningunni aðeins viku eftir hún var opnuð. Við heyrðum af því hvort sýningin er farin af stað aftur og listamannaspjalli sem hún býður upp á á morgun.

Hagkerfi Kína tekur hægar við sér eftir Covid-faraldurinn en vonir stóðu til. Atvinnuleysi ungs fólks í landinu er í hæstu hæðum eða um og yfir 20 prósent og stórir fasteignasjóðir hafa verið í kröggum. Helgi Steinar Gunnlaugsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Kína settist hjá okkur og við spjölluðum um efnahagsmálin í þessu næst stærsta hagkerfi heims, auk þess impra aðeins á hitabylgjunni sem staðið hefur yfir í landinu.

Í gær bárust þau tíðindi verið væri taka upp fyrstu íslensku kartöflurnar í ár, gleðitíðindi mati þeirra sem elska glænýjar kartöflur. Kartöflurnar lenda í búðum í dag og við slógum á þráðinn austur í Þykkvabæ og heyrðum í Helga Ármannssyni kartöflubónda í Vesturholtum II og trufluðum hann aðeins við uppskeruna.

Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni í gær. Þar stóð Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur fyrir kynningu á bókinni Lubbi finnur málbein, ásamt meðhöfundi sínum Þóru Másdóttur, í tilefni dagsins. Bókinni er ætlað hjálpa til við hljóðmyndun barna og auka lestrarhæfileika. Við spjölluðum við Eyrúnu.

Við slógum á þráðinn til Gísla Einarssonar dagskrárgerðarmanns, en hann vinnur heimildaþáttum um Surtsey. Í nóvember verða 60 ár frá því Surtseyjargosið hófst. Gísli var staddur á eynni við tökur fyrr í vikunni og við ræddum við hann um þá upplifun.

Berglind Häsler leit við hjá okkur í lok þáttar og sagði okkur frá nýjungum hjá Havarí þar sem boðið verður upp á tónleikaröð næstu vikurnar í bland við aðra list.

Tónlist:

MUGISON - Stóra stóra ást.

HJÁLMAR - Manstu.

SIXPENCE NON THE RICHER - Kiss Me.

PJ HARVEY FT. TIM PHILIPS - Who By Fire.

GUSTAPH - Because Of You.

WEEZER - Island In The Sun.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.

THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army.

TEITUR MAGNÚSSON - Kamelgult.

CURTIS HARDING - Where is the love.

JÚNÍUS MEYVANT - Beat silent need.

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

18. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa í Reykjavík lauk föstudaginn 10. maí höfðu foreldrar rúmlega 1700 barna fengið boð og þegið vistun í borgarrekna leikskóla.

Hildur Lilja Jónsdóttir, fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð sem einnig er í innritunarteymi skóla- og frístundasviðs kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna í þessum málaflokki með okkur.

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi verður síðan hjá okkur í seinni hluta þáttar á grillinu eins og við höfum kosið kalla þennan dagskrárlið. Við spyrjum Höllu spjörunum úr og freistum þess kynnast henni betur.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur akstur vegna farsímanotkunar einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum.

Allt bendir til þess fólk sem notar síma við akstur fjórum sinnum líklegra til lenda í slysi. Þá er tuttugu og þrisvar sinnum líklegra fólk sem les og eða skrifar skilaboð meðan á akstri lendi í slysi. hefur Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá ákveðið hrinda af stað herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina "EKKI TAKA SKJÁÁHÆTTUNA" Það er hættulegt tala í síma undir stýri. Gunnar Geir Gunnarsson deildarstjóri öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu kemur til okkar.

Íbúar í Ölfusi eru fara kjósa samhliða forsetakosninunum um hvort þeir vilji breyti á deiluskipulagi þannig mölunarverskmiðja Hedelberg geti risið í næsta nágrenni við Þorlákshöfn. Það er búið boða til íbúðarfundar í kvöld og hingað er komin Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta bæjarstjórnar Ölfuss.

Þættir

,