Síðdegisútvarpið

19. júlí

Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Við byrjuðum á því heyra í okkar manni í Brussel, Birni Malmquist, en hann brá sér á fótboltaleik í gær og tók þar Vöndu Sigurgeirsdóttur formann KSÍ tali.

Listakonan Habby Osk opnaði einkasýningu sína Components þann 30. júní sl. í Listasal Mosfellsbæjar við góðan viðtökur, en stuttu síðar olli jarðskjálftahrina því verk hennar duttu í gólfið og sködduðust og loka þurfti sýningunni aðeins viku eftir hún var opnuð. Við heyrðum af því hvort sýningin er farin af stað aftur og listamannaspjalli sem hún býður upp á á morgun.

Hagkerfi Kína tekur hægar við sér eftir Covid-faraldurinn en vonir stóðu til. Atvinnuleysi ungs fólks í landinu er í hæstu hæðum eða um og yfir 20 prósent og stórir fasteignasjóðir hafa verið í kröggum. Helgi Steinar Gunnlaugsson, blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Kína settist hjá okkur og við spjölluðum um efnahagsmálin í þessu næst stærsta hagkerfi heims, auk þess impra aðeins á hitabylgjunni sem staðið hefur yfir í landinu.

Í gær bárust þau tíðindi verið væri taka upp fyrstu íslensku kartöflurnar í ár, gleðitíðindi mati þeirra sem elska glænýjar kartöflur. Kartöflurnar lenda í búðum í dag og við slógum á þráðinn austur í Þykkvabæ og heyrðum í Helga Ármannssyni kartöflubónda í Vesturholtum II og trufluðum hann aðeins við uppskeruna.

Dagur íslenska fjárhundsins var haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni í gær. Þar stóð Eyrún Ísfold Gísladóttir, talmeinafræðingur fyrir kynningu á bókinni Lubbi finnur málbein, ásamt meðhöfundi sínum Þóru Másdóttur, í tilefni dagsins. Bókinni er ætlað hjálpa til við hljóðmyndun barna og auka lestrarhæfileika. Við spjölluðum við Eyrúnu.

Við slógum á þráðinn til Gísla Einarssonar dagskrárgerðarmanns, en hann vinnur heimildaþáttum um Surtsey. Í nóvember verða 60 ár frá því Surtseyjargosið hófst. Gísli var staddur á eynni við tökur fyrr í vikunni og við ræddum við hann um þá upplifun.

Berglind Häsler leit við hjá okkur í lok þáttar og sagði okkur frá nýjungum hjá Havarí þar sem boðið verður upp á tónleikaröð næstu vikurnar í bland við aðra list.

Tónlist:

MUGISON - Stóra stóra ást.

HJÁLMAR - Manstu.

SIXPENCE NON THE RICHER - Kiss Me.

PJ HARVEY FT. TIM PHILIPS - Who By Fire.

GUSTAPH - Because Of You.

WEEZER - Island In The Sun.

SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Aldrei Liðið Betur.

THE WHITE STRIPES - Seven Nation Army.

TEITUR MAGNÚSSON - Kamelgult.

CURTIS HARDING - Where is the love.

JÚNÍUS MEYVANT - Beat silent need.

Frumflutt

19. júlí 2023

Aðgengilegt til

18. júlí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,