Síðdegisútvarpið

4.mars

Í vikunni var kynnt í borgarráði endurskoðuð aðgerðaráætlun um fjölgun leikskólaplássa til koma til móts við ungbarnafjölskyldur í borginni. Fyrirsjáanleg er mikil fjölgun barna í borginni með aukinni fæðingartíðni í fyrra og á þessu ári. Skúli Helgason formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkur kemur til okkar í Síðdegisútvarpið.

Við ætlum tala við Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdarstjóra UNICEF um starf samtakanna í Úkraínu og nágrenni á tímum stríðs. UNICEF hefur hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu.

Öll þekkjum við Eyfa okkar ástkæra söngvara með silkiröddina. Eyjólfur Kristjánsson verður í símanum og við spyrum hann hvað frétta ?

Svo er það Jón Jónsson, við ætlum heyra í honum, en hann er á þönum í dag sem og alla helgina, er búið aflétta öllum samkoutakmörkunum og skemmtikraftar eins og hann geta því byrjað gigga aftur. Ekki nóg með Jón útum allt með gítarinn þá er hann einnig kynnir Söngvakeppninnar annað kvöld.

Auglýsingastofan PiparTBWA ætlar opna matsalinn sinn fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Valgeir Magnússon framkvæmdarstjóri veit meira um málið.

Tómas Oddur Eiríksson jógakennari stendur fyrir viðburði í kvöld sem ber yfirskriftina Yoga Moves fyrir Úkraínu. Þetta verður blanda af jóga og trylltum dansi og rennur allur ágóði til Rauða krossins.

Frumflutt

4. mars 2022

Aðgengilegt til

4. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.