Síðdegisútvarpið

4.febrúar

Mörg hundruð björgunarsveitarmenn leita enn fjögurra manna flugvélar sem síðast spurðist til um hádegið í gær. Leitað er á lofti, láði og legi. Björgunarsveitir alls staðar af landinu eru komnar á leitarstað við sunnanvert Þingvallavatn, þar eru kafarar í viðbragðsstöðu og auk þess hafa þyrlur frá Landhelgisgæslunni verið við leit. Við heyrum í Guðbrandi Erni Arnarsyni verkefnastjóra aðgerðamála hjá Landsbjörgu hér rétt á eftir.

Svo er það vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin en annað kvöld verður þáttur á RÚV þar sem keppendur Söngvakeppninnar 2022 verða kynntir. Í þættinum fáum við einnig heyra brot úr lögunum 10. Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdarstjóri keppninnar veit allt um málið og við heyrum í honum hér á eftir.

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Hvíla sprungur í kvöld á nýja sviði Borgarleikhússins, við fáum til okkar Ingu Maren Rúnarsdóttur danshöfund og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur sviðsmynda og búningahönnuð.

Það er mikil og stór íþróttahelgi framundan en setningarathöfn Ólypíuleikanna í Peking fór fram í dag auk þess sem Reykjavíkurleikarnir 2022 standa yfir. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kemur til okkar og fer yfir það helsta sem er á dagskrá um helgina.

Við sláum svo botninn í þáttinn og höldum inn í helgina með Helga Björns á línunni.

Hver kannast ekki við það þegar starfsmenn Orkuveitunnar bönkuðu upp á hjá okkur á hinum ýmsu tímum til lesa af mælum. standa yfir miklar breytingar á kerfinu en það er verið snjallvæða það ? Þýðir það heimsóknir þessa ágæta fólks hætta ? við fáum vita það eftir smá stund - hingað kemur Ólöf snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar

Birt

4. feb. 2022

Aðgengilegt til

4. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.