Síðdegisútvarpið

14. desember

Thor Aspelund, for­maður skimunar­ráðs Land­spítala og prófessor í líf­töl­fræði birti fyrr í dag á Face­book-síðu sinni graf þar sem sjá smit­tölur frá 15. septem­ber, þróunina síðan og mögulegt framhald. Þar sýnir hann hvernig margt bendir til þess viðsnúningur verða í baráttunni við halda smitum niður. Markmiðið hafi verið smitum niður í 50 á dag þann 10. janúar en það líti ekkert alltof vel út það náist eins og þróunin virðist vera núna. Við ræðum við Thor um horfunar og hvað skuli lesa í þetta fyrsta graf sem við fáum frá honum í einhvern tíma.

Dýrið í fimmta sæti á frumsýningardegi í Bandaríkjunum, Dýrið og Noomi valin best á kvikmyndahátíðinni í Sitges, Föruneyti Dýrsins fagnar velgengninni í Cannes, þetta er meðal fyrirsagna úr íslenskum fjölmiðlun um kvikmyndina Dýrið sem verður framlag íslendinga til Óskarsverðlaunanna sem afhent verða á næsta ári. Hrönn Kristinsdóttir er framleiðandi myndarinnar og hún kemur til okkar á eftir og segir okkur frá hvað framundan með myndina.

Aldís Kara Bergsdóttir, skautakona með meiru, hefur verið valin skautakona ársins 2021. Reyndar líka skautakona ársins 2020 og 2019 því þetta er í þriðja sinn í röð sem hún hlýtur titilinn. Við heyrum í skautadrottningunni á eftir.

Stafafura, Normannsþinur, Rauðgreni, Blágreni eða Sitkagreni - hvaða jólatré er skynsamlegast velja? Við fáum vita allt um jólatré hjá Gurrý í garðinum eða Guðríði Helgadóttur eins og hún heitir fullu nafni.

En líkt og í gær ætlum við opna símann 5687123 til heyra ykkar tilnefningar í vali á manneskju ársins.....

Birt

14. des. 2021

Aðgengilegt til

14. des. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.