Síðdegisútvarpið

16. nóvember

Tilkynnt var um 215 covid smit á landinu í dag og er það nýtt met. Vissulega met sem við kærum okkur ekki um en það er engu síður staðreynd. Við setjum okkur sjálfsögðu í samband við Þórólf Guðnason í þætti dagsins og spyrjum hann spjörunum úr um ástandið.

Síðasti þáttur Kveiks vakti athygli og skiptar skoðanir - miklar þakkir fyrir hefja erfiða umræðu og miklar skammir fyrir ýmislegt, m.a. taka hana ekki lengra strax. Verður þáttur kvöldsins framhald af síðasta þætti? Þóra Arnórsdóttir mætir til okkar á eftir og svarar því.

Elsti menningarvefur landsins endurfæddist í dag, á Degi íslenskrar tungu. Opni menningarvefurinn ljóð.is var vígður af þáverandi menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, á þessum degi árið 2001 og ljóðið Helvíti eftir Jónas Hallgrímsson hlaut heiðurssess sem fyrsta ljóð dagsins. Í dag á vefurinn því 20 ára afmæli og fagnar því með umfangsmikilli endurforritun í opnum kóða. Við heyrum í Davíð Hörgdal Stefánssyni sem segir okkur allt um málið.

Göngugarpurinn Einar Skúlason hefur haldið úti gönguhóp í mörg sem ber nafnið Vesen og vergangur. Hann hefur m.a. gengið gamlar póstleiðir á Íslandi. En nú, í tilefni af fimmtudagsafmæli sínu, ætlar hann sér ganga um Suður Ameríku. Við hringjum til Kólumbíu og heyrum í Einari.

Í nútíma samfélagi eru miðlar oft umdeildir en margir leita þó til þeirra og sumir segja miðla hjálpa sér í leysa úr flækjum fortíðar og jafnvel framtíðar. Anna Birta Lionaraki er starfandi miðill sem er heljarinnar uppákomu næstu helgi. Hún kemur á eftir og ræðir við okkur um starfið og viðburðinn.

Í dag opnar ókeypis ensk-íslensk orðabók á netinu á Degi íslenskrar tungu. Mun þetta vera lifandi orðabók sem verður í sífelldri endurnýjun og uppfærslu, alveg einsog tungumálið, sem almennir notendur geta meira segja stutt með því benda á villur eða orð sem vantar. sem ætlar segja okkur meira af þessu er Sigurður Hermannsson, málfræðingur og forsprakki orðabókarinnar.

Birt

16. nóv. 2021

Aðgengilegt til

16. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.