Síðdegisútvarpið

16.apríl

Stöðugt berast nýjar fréttir af bóluefni við Covid 19 sem virðast vekja upp fleiri spurningar en svör. Við fáum Berglindi Evu Benediktsdóttur prófessor við lyfjafræðideild Háskola Íslands til ræða þau mál við okkur.

Á morgun hefst sjónvarpsþátturinn Alla leið á RÚV. Fastir álitsgjafar eru þessu sinni þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson og hann veltir sér upp úr Eurovision-stemmningunni í nútíð og fortíð með álitsgjöfunum og fleiri góðum gestum. Við fáum sjálfa Helgu Möller og Felix í þáttinn til okkar á eftir.

Þáttaliðurinn hvar hefurðu verið er á dagskrá Síðdegisútvarpsins í dag eins og var síðasta föstudag þegar Birgitta Jónsdóttir kom í þáttinn. Í dag er það hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Jón Ársæll Þórðarson sem verður spurður spjörunum úr.

Konungur íslenskrar dægurtónlistar á afmæli í dag, en það er sjálfsögðu okkar eini sanni Björgvin Halldórsson. Björgvin er 70ára í dag og því tilefni blásum við rykið af viðtalið sem tekið var við hann árið 1977 í þættinum Af ungu fólki.

Evrópumót þingmanna í skák sem fram fer á netinu í dag. Teflt verður í fundarherbergi forsætisnefndar Alþingis. Fyrir hönd Íslands tefla: Brynjar Níelsson, Karl Gauti Hjaltason og Páll Magnússon. Við heyrum í Gunnari Björnssyni forseta Skáksambands Íslands og könnum hvernig okkar menn eru standa sig.

Birt

16. apríl 2021

Aðgengilegt til

16. apríl 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.