Síðdegisútvarpið

4. febrúar

Lætin í Rússlandi eftir handtöku Alexei Navalny virðist engan enda ætla taka. Mörg þúsund manns hafa verið handtekin vegna mótmæla og í gær var rússneski ritstjórinn Sergei Smirnov dæmdur í 25 daga fangelsi fyrir tísts. Hann endurtísti tísti annars manns um hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. En hvað er í raun og veru í gangi þarna? Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður freistar þess útskýra það fyrir okkur í Síðdegisútvarpinu.

Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka ætlar segja okkur frá frumvarpi sem hann lagði fram ásamt nokkrum þingmönnum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar um lækkun kosningaaldurs úr 18 árum í 16 ár.

Vetrarhátíð hefst í dag í Reykjavík og er hún með öðruvísi sniði en hún hefur verið áður. Sesselja Hlín Jónasardóttir stýrir Ljósaslóð sem er ganga sem farin er um miðbæ Reykjavikur. Hrafnhildur kynnti sér málið.

Við ætlum líka forvitnast um verkefni Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur sem snúa tónleikastöðum í borginni. Á morgun verða pallborðsumræður í streymi þar sem rætt verður um mikilvægi, hlutverk og framtíð tónleikastaða í Reykjavík. Á laugardaginn taka tónleikastaðir í Reykjavík svo þátt í Open Club Day sem hefur það markmiði vekja athygli á þeirri starfsemi sem fer fram á tónleikastöðum, þeim störfum sem þeir skapa og því mikilvæga hlutverki sem þeir gegna fyrir menningarlíf borga. María Rut Reynisdóttir verkefnisstjóri Tónlistarborgarinnar og Helgi Durhuus tónleikahaldari á Gauknum ætla segja okkur frá þessu og myndarlegum styrk sem verkefnið fékk frá Evrópusambandinu.

Fjallagarpurinn John Snorri nálgast óðfluga markmið sitt um á tind K2 vetri til. Við náðum sambandi við hann rétt áðan þegar hann var leggja í lokaáfangann.

Námskeið í tálga tré hafa notið töluverðra vinsælda hér á landi undanfarin ár. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar er skortur á leiðbeinendum sem kunna réttu handtökin. Þá er aðeins eitt til ráða, halda námskeið fyrir fólk sem vill vera leiðbeinendur á slíkum námskeiðum. Endurmenntun Landbúnaðaraskólans og Ólafur Oddsson verða með slík námskeið yfir allt árið. Við tölum við Ólaf í þættinum.

Birt

4. feb. 2021

Aðgengilegt til

4. feb. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.