Síðdegisútvarpið

14.mars

Átakið jákvæð karlmennska er hafið sem hefur það markmiði normalísera tilfinningar karla og drengja. Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Þorsteinn V. Einarsson segir okkur nánar frá þessu í þættinum.

Í síðustu viku kom til okkar leikarinn og leikstjórinn Karl Ágúst Úlfsson. Hann sagði okkur sögu af ferðalagi hans til New York á árinu 2017 þegar hann hitti mjög merkilegan mann fyrir tilviljun í almenningsgarði með þeim tókst vinátta, sagðar voru sögur og teknar myndir. Í dag á Karl ekkert nema minningarnar í huganum því engar myndir úr ferðinni er finna í síma hans eða tölvu og maðurinn virðist á einhvern óskiljanlegan hátt hafa gufað upp. í dag fáum við til okkar sérfræðing frá Syntis, Anton Egilsson sem ætlar reyna útskýra fyrir okkur hvernig gögn úr símum geta horfið og hvernig best er varast slíku.

Það var á þessum degi árið 1828 sem þau Friðrik Sigurðsson, Agnes Magnúsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir myrtu Natan Ketilsson og Pétur Jónsson á Illugastöðum á Vatnsnesi og kveiktu síðan í bænum. Magnús Ólafsson hefur sinnt sögutengdri ferðamensku undan farin ár. Næstu helgi verður hann með sögustundir í Iðnó undir heitini Öxin Agnes og Friðrik. Magnús kemur til okkar á eftir og rifjar upp söguna af Agnesi Og Friðriki í tilefni dagsns.

Og svo eru það matjurtargarðarnir í Reykjavík en á morgun geta reykvíkingar sótt um afnot af einum slíkum, Inga Rún Sigurðardóttir sérfræðingur í upplýsingamálum hjá borginni segir okkur allt um það.

Íslenska grínmyndin Allra síðasta veiðiferðin sem er framhald af myndarinnar Síðasta veiðiferðin er væntanleg í kvikmyndahús 18. mars. Síðasta myndin kom út á versta tíma þegar covid var skollið á en sló samt sem áður í gegn. Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson leikstjórar myndanna koma til okkar á eftir.

Ógnarstórum höglum ringdi yfir Vestmannaeyjar í gær. Símaupptökur íbúa af haglinu fóru um netheima eins og eldur um sinu. Höglin voru á stærð við ísmola og auðvelt ímynda sér það afar sársaukafullt þetta í hausinn. Hveð veldur þessu og er þetta eitthvað sem við eigum von á aftur og það þá relulega. Elín Björk Jónasdóttir er með svarið.

Birt

14. mars 2022

Aðgengilegt til

14. mars 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.