Síðdegisútvarpið

2.mai

Hópur frá Fjallafélaginu náði í dag í grunnbúðir Everest og og þvílíka gleðin og þrautseigjan sem einkennir þennan hóp sem verður dásamlegt fylgja áfram næstu daga í súrefnisríkara loft, heita sturtu og hrein föt.. Þetta skrifar Kolbrún Björnsdóttir fjallakona en hún náði í grunnbúðir fyrr í dag. Við hringjum í grunnbúðir á eftir.

Mikill viðsnúningur hefur átt sér stað í Hörpu hvað rekstur varðar en viðburðum fjölgaði um 47% milli ára og eru ráðstefnutengdir viðburðir skila sér inn í reksturinn svo um munar. Einn stærsti viðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi verður einmitt haldinn í Hörpu um miðjan mai en það er leiðtogafundur Evrópuráðsins. Svanhildur Konráðsdóttir er framkvæmdastjóri Hörpu hún kemur til okkar á eftir og segir okkur frá starfseminni og því sem framundan er.

Gígja Hólmgeirsdóttir verður með okkur vanda. Hún skrapp í Breiðholtið, sem er eitt hesthúsahverfið á Akureyri, og hitti þar Alfreð Schiöth sem hefur breytt go?mlu hesthu?si i? aðsto?ðu til u?tungunar og uppeldis hænsna. Meira um það hér á eftir.

Við ætlum líka fræðast um það sem boðið verður upp á í Kveiksþættin kvöldsins en þar verður fjallað um verkefni TF - Sifjar flugvélar Landhelgisgæslunnar við landamæraeftirlit við Miðjarðarhaf. Þeir Árni Þór Theodórsson og Jóhann Bjarni Kolbeinsson koma til okkar og segja frá og við heyrum brot úr þættinum.

Menningarfélag Íslands og Rússlands, MÍR lokar eftir 70 ára starfsemi. Þegar mest var voru meðlimir hópsins í kringum tvö þúsund en þeim hefur fækkað snarlega síðastliðin ár. Einn þeirr sem vandi komur sínar í MÍR var Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður. Hann kemur til okkar á eftir og ræðir þetta sérstaka og dularfulla menningarfélag.

En við byrjum í Liverpool þar er okkar maður Sigurður Gunnarsson

Frumflutt

2. maí 2023

Aðgengilegt til

1. maí 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Valur Grettisson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,