Síðdegisútvarpið

21.febrúar

Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra á landinu hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna frá kl. 17 í dag. Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þá og fram til morguns. Rauð viðvörun tekur gildi á höfuðborgarsvæðinu við Faxaflóa og á Suðurlandi kl. 19 en appelsínugul viðvörun er í gildi annars staðar. Við verðum á veðurvaktinni og heyrum í Elínu Björku Jónasdóttur sem er á vaktinni hjá veðurstofunni.

G.Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar fer yfir ástand á vegum.

Tryggingafélög hvetja fólk til huga niðurföllum vegna óveðursins og draga fram mannbrodda til steypast ekki á höfuðið í hálkunni. Friðrik Helgi Árnason hópstjóri eignatjóna hjá Sjóvá verður á línunni.

Giljaböð á Húsafelli hafa verið útnefnd af bókunarvefnum Culture Trip sem ein besta ferðaupplifun fyrir árið 2022, eða; ?The World?s Greatest Travel Experiences for 2022.? Þetta hlýtur vera mikill gæðastimpill fyrir böðin þar sem aðeins 14 staðir í heiminum þessa útnefningu hverju sinni og það eru sérfræðingar í ferðaþjónustu sem sjá um velja staðina. Við heyrum í Þórunni Reykdal sem er leiðsögumaður í Giljaböðunum í þættinum á eftir.

Dagur leiðsögumannsins er í dag en leiðsögumenn gegna mikilvægu hlutverki í kynna land og þjóð fyrir gestkomandi fólki. Friðrik Rafnsson er formaður leiðsagnar sem er stéttarfélag leiðsögumanna hann kemur til okkar í þáttinn.

En við byrjum í verslun sem leggur áherslu á afhenta vörur sínar plastlausar í símanum er Guðbjörg Lára Sigurðardóttir en hún er einn af eigandum matarbúðarinnar Nándin sem er opna nýtt útibú í Reykjanesbæ á morgun

Frumflutt

21. feb. 2022

Aðgengilegt til

21. feb. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.