Síðdegisútvarpið

27. janúar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, valdi heldur betur tímasetninguna þegar hann birti tíst í gærkvöldi um nýjustu þingsályktunartillögu sína. Hann hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis forseta Alþingis verði falið fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. Þessi tillaga fékk heldur betur mikinn hljómgrunn í gær þegar margir Íslendingar hugsuðu frændum vorum þegjandi þörfina eftir tap þeirra á móti Frökkum sem kostaði okkur undanúrslitin í EM handbolta karla. Við heyrum í Birni.

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi, helgi er kölluð Garðfuglahelgin. Gott er hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því hefja daglegar fóðurgjafir til lokka fugla í garðinn. En hvað eigum við gefa þeim og hvað megum við alls ekki gefa þeim. Anna-María Lind Geirsdóttir kynningastjóri Fuglaverndar heilsar upp á okkur á eftir.

Miklar og nokkuð heitar umræður hafa skapast um kynfræðslu undanfarinn sólarhring eftir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og María Hjálmtýsdóttir kynjafræðikennarar birtu innsenda grein sem bar yfirskriftina Klám, kyrkingar og kyn­líf, í gær. Þar gagnrýna þær talað hafi verið opinskátt um kyrkingar í kynlífi í kynfræðslu í grunnskólum. Greininni var mjög misjafnlega tekið og fólk greinilega ósammála um hvernig best fræða börnin þegar kemur kynlífi. Við fáum Hönnu Björg til okkar í spjall um málið.

Gríndramaþættirnir Venju­legt fólk fjalla um Völu og Júlí­önnu sem hafa verið vin­kon­ur frá því í mennta­skóla. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar nutu gríðarlegra vinsælda í Sjónvarpi Símans Premium þar sem þær slógu hvert áhorfsmetið á eftir öðru. Fjórða þáttaröðin hefst í kvöld og því tilefni kemur Vala Kristín Eiríksdóttir annar höfundur og einn aðal leikari þáttanna til okkar.

En við byrjum á íslenskri pizzu, eða flatböku sem hefur vakið heimsathygli, eða gott sem. Elvar Þrastarson hjá Ölverk í Hveragerði, sem matreiðir flatbökur á sinn einstaka hátt datt í hug bjóða upp á flatbökur síðastliðinn bóndadag með sviðakjamma. Hann verður á línunni.

Birt

27. jan. 2022

Aðgengilegt til

27. jan. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.