Síðdegisútvarpið

4. janúar

Í morgun felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Eins og kunnugt er var Erla ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 mál allra sakborninga í málunum skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu. Hún kemur til okkar.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því á vefsíðu sinni, blika.is, mögulega megi vænta sögulega djúprar lægðar við Íslandsstrendur í vikunni, nánar tiltekið á fimmtudagsmorgun. Hann segir "Svo djúpar lægðir eru afar fátíðar. Ef frá eru taldir fellibyljir, þá er ekki vitað um margar lægðir dýpri en þá sem við eigum von á. Sökum staðsetningu okkar á Íslandi þá þekkjum við þessar dýpstu lægðir betur en flestir, enda verða þær flestar í nágrenni við Ísland." Við ætlum heyra í Einari og vita meira.

meðan flestir hreindýrastofnar heimins hafa verið í verulegri niðursveiflu á undanförnum áratugum hefur íslenski stofninn plummað sig vel. Stofninn hefur vaxið hratt á undanförnum áratugum og er núna stöðugur.? Þannig hefst grein á vefsíðu Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, undir fyrirsögninni: Á beit með íslenskum hreindýrum. Austurfrétt sagði frá þessu í dag. Við tölum við Skarphéðinn Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands um málið en það er einmitt vitnað í hann í grein NASA.

Það er því miður eru fréttir af skotárásum á Íslandi orðnar algengari en áður. Margir hugsa þá til gömlu góðu daganna þegar slíkt þektist ekki á Íslandi. Þetta er þá ekki alveg jafn nýtilkomið og við höldum. Á þessum degi árið 1483 var í fyrsta skiptið á Íslandi bardagi þar sem byssur voru notaðar. Sagan af honum verður sögð á eftir.

Þegar hitinn fer langt niður fyrir frostmark og fólk skrúfar rækilega upp í ofnunum til krókna ekki úr kulda eru nokkur atriðið sem vert er hafa í huga til nýta varmann sem best. Við heyrum í Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur hjá Veitum en hún ætlar líka segja okkur frá Jólagústa sem kveður borgarbúa væntanlega á næstu dögum.

Birt

4. jan. 2022

Aðgengilegt til

4. jan. 2023
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.