Síðdegisútvarpið

SDU 3. desember

Kæru foreldrar er yfirskrift greinar sem Ragnar Þór Pétursson fráfarandi formaður Kennarasambands Íslands skrifaði á vísi í gær en þar ræðir Ragnar viðbrögð sumra foreldra við því skólastjóri eins skóla í borginni hafi bognað undan því álagi sem fylgir því reka skóla í langvarandi veiru - og myglufaraldri . Ragnar kemur til okkar á eftir

Dagskrárliðurinn sívinsæli Hvar hefur þú verið er á dagskrá í dag. þessu sinni kemur til okkar maðurinn sem spurði spurninganna í Villtu vinna milljón, sagði Svona er ísland í dag á Stöð 2, og tók viðtal við plöntur í útvarpsþáttum sínum Þetta líf þetta líf. Hann hefur einnig verið iðinn við kvikmyndagerð og bókaútgáfu og fleira í seinni tíð. Við erum auðvitað tala um Þorstein Joð Vilhjálmsson.

Við ætlum líka tala um mat því matgæðingurinn Edda Jónasdóttir hefur sent frá sér bókina Eftirlætisréttir Eddu en þar hefur hún tekið saman allar þær uppskriftir sem hún hefur notast við í gegnum tíðina og hafa ýmist verið á litlum miðum eða minnisbókum en eru allar saman komnar í nýrri uppskriftabók Eddu. Edda kemur einnig Hlíf Una bárudóttir sem teiknar myndirnar í bókinni.

Í bókini Þú þarft ekki vera svona mikill aumingi sýnir fyrrverandi útvarpsmaðurinn, umboðsmaðurinn og þjálfarinn Þorkell Máni Pétursson sitt sanna sjálf með því skrifa sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja. Hann kemur til okkar á eftir.

Ekki henda gamla jólaskrautinu þínu, eru skilaboðin frá Sorpu og Efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða. Gefðu því nýtt líf og tækifæri til þess gleðja aðra. Um helgina verður skiptimarkaður fyrir jólaskraut á Sævarshöfða og í Breiðhellu. Höfuðpaurarnir í málinu eru Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Freyr Eyjólfsson.

Birt

3. des. 2021

Aðgengilegt til

3. des. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.