Síðdegisútvarpið

24. nóvember

Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður framboðslista Pírata í nýafstöðnum kosningum til Alþingis, hefur kært Inga Tryggvason, oddvita yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, til lögreglu, fyrir mögulegt kosningasvindl. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Þór birti á Vísi fyrr í dag. Við fáum Jón Þór til okkar.

Á morgun munu nemendur frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands halda málþing um notkun nikótínpúða meðal ungmenna. Tilgangurinn er vekja athygli á aðgengi unglinga nikótínpúðum og stuðla samtali í samfélaginu um algengi notkunar ungmenna á þeim. Margrét Rebekka Valgarðsdóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir eru tvær af skipuleggjendum málþingsins og kíkja til okkar.

Í hádeginu á morgun verður Katrín Ólafsdóttir með fyrirlesturinn ?Um menn og skrímsli. Sköpun sjálfsmyndar, karlmennska og ofbeldi í garð kvenna í íslenskum samtíma?. Fyrirlesturinn er partur af fyrirlestraröðinni RIKK. Katrín Ólafsdóttir er aðjúnkt og doktorsnemi við menntavísindasvið. Hún kemur til okkar á eftir.

Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hlaut í gær tvær Grammy tilnefningar. Hann er annars vegar tilnefndur fyrir samstarfsverkefni sitt við breska raftónlistarmanninn Bonobo og hins vegar útsetningu á lagi sem hann gerði með þýsku tónlistarkonunni Josin. Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafur hlýtur Grammy-tilnefningar, en hann hefur áður hlotið BAFTA-verðlaun og Emmy-tilnefningar. Ólafur kemur í heimsókn í Síðdegisútvarpið á eftir.

Staðan á Grundafirði vegna Covid-19 er ekki góð. Fjórðungur bæjarbúa er í sóttkví eða einangrun. Bæjarstjóri Grundarfjarðar skrifaði tilkynningu á vef bæjarins þar sem bæjarbúar voru beðnir um sýna mikla mikla aðgát og takmarka ferðir sínar við allra nauðsynlegustu erindi á meðan verið er utan um útbreiðslu veirunnar. Björg verður á línunni.

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson ætlar telja niður jólin og byrjar á föstudaginn í Þorlákshafnarkirkju með tónleikaröð á aðventunni. Þar fær hann til sín góða gesti en þar finna Bríet, KK, Kristjönu Stefáns og Júníus Meyvant. Við hittum Tómas fyrr í dag og heyrðum af aðventustemningunni í Þorlákshöfn.

Birt

24. nóv. 2021

Aðgengilegt til

24. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.