Síðdegisútvarpið

26. júlí

Þrír starfsmenn Heilsgæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu hafa greinst með Covid 19, tveir sem hafa sinnt heimahjúkrun og einn á Sólvangi. Auk þess hefur álagið verið mikið á starfsfólki Heilsugæslunnar vegna mikils fjölda í sýnatöku. Við ræðum við Óskar Reykdalsson forstjóra Heilsugæslunnar og tökum stöðuna.

Annað árið í röð þurfa Eyjamenn bíta í það súra epli geta ekki haldið sína risastóru þjóðhátíð um verslunarmannahelgina vegna samkomutakmarkanna. Búist var við miklum fjölda fólks á hátíðina í ár, vonbrigðin eru mikil og tekjutapið mjög mikið fyrir mótshaldara og í raun alla sem selja þjónustu af ýmsu tagi í sveitarfélaginu. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum sagðist vera döpur, svekkt og pirruð á föstudaginn þegar ákvörðun um samkomutakmarkanir voru kynntar. Við ætlum heyra hljóðið í henni á eftir.

Við rákum augun í frétt í Bændablaðinu fyrir helgi þar sem sagt var frá veigamiklu verkefni sem dýrlæknirinn Sigurður Sigurðarson hefur verið vinna í einhver ár. Hann hefur staðið í ströngu við merkja þekktar miltisbrunagrafir um land allt þar sem komandi kynslóðum gæti stafað hætta af sýklinum ekki vandað til verka þurfi hreyfa við jarðveginum þar í kring. Við ræðum við Sigurð um málið.

Meira en 600 manns eru í einangrun með Covid 19 og róðurinn þyngjast hjá Covid göngudeildinni sem hefur eftirlit með smituðum. Runólfur Pálsson er yfir göngudeildinni og ætlar ræða við okkur um stöðu mála þar.

Þessa dagana standa yfir upptökur á kvikmyndatónlist í Hofi á Akureyri þar sem Sinfóníuhljómsveit Norðurlands spilar fyrir hvern hollywood risann á fætur öðrum. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar verður á línunni.

Birt

26. júlí 2021

Aðgengilegt til

26. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.