Síðdegisútvarpið

20. júlí

Það er bylgja Covid 19 farin af stað sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 38 greindust innanlands í gær, nokkur hundruð eru í sóttkví og fjölmargir komnir í einangrun. Þetta er gerast þrátt fyrir 90% þátttöku í bólusetningum. Hvað ætlar sóttvarnalæknir gera? Þórólfur verður á línunni.

Síðustu daga og vikur hefur umræða um svokallaða dómstóla götunnar verið hávær. Umræðan náði ákveðnum hápunkti fyrir sléttri viku síðan þegar lögmaður tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar kærði fyrir hönd skjólstæðings síns 32 nafnlausar sögur af meintum brotum tónlistarmannsins ásamt því 6 manns var sent kröfubréf vegna ummæla á netinu. Ákall um hlustað á þolendur hefur verið hávært en í bland við augljósan ótta fólks afleiðingar þess fólk taki málin í sínar eigin hendur. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari kemur til okkar ræða þessi mál.

Fréttir af því knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson til rannsóknar hjá lögreglu í Englandi vegna gruns um kynferðisafbrot gegn barni hafa vakið mikla athygli í dag. Hann er sagður hafa verið handtekinn á föstudag vegna þessa. Gunnar Birgisson Íþróttfréttamaður ætlar segja okkur meira um þetta mál.

Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona og tónlistarkona er komin í nýja hljómsveit. Hljómsveitin heitir Gertrude and the flowers og var stofnuð af 8 konum, öllum um sextugt sem þekktust víst lítið sem ekkert fyrir rúmum tveimur árum. stendur til henda í tónleika í félagsheimilinu á Suðureyri. Lolla kemur til okkar.

Listamaðurinn sem kallar sig Blaðrarann heldur úti vinnustofum í blöðrudýragerð - Daníel Sigríðarson er Blaðrarinn. Hann verður á línunni hjá okkur.

Birt

20. júlí 2021

Aðgengilegt til

20. júlí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.