Síðdegisútvarpið

8. júní

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar atvik þar sem karlmaður reyndi nema 7 ára stelpu á brott við leikvöll í götunni Funafold. Faðir stelpunnar greindi fyrst frá atvikinu á Facebook síðu sinni í gær og segist hafa fengið ábendingar um sambærileg atvik í hverfinu. Fólki bregður sjálfsögðu við svona fréttir og við veltum því fyrir okkur hvernig hægt er fræða börnin okkar sem best til tryggja öryggi þeirra. Við fáum til okkar Hildi Halldórsdóttur, verkefnastýru hjá Heimili og skóla -landssamtökum foreldra og SAFT til fara yfir þessi öryggisatriði.

Undanfarið hefur verið mikið um skrílslæti og óviðeigandi hegðun hvers kyns hjá áhorfendum íþróttaviðburða hér á landi. Eitt nýlegasta atvikið átti sér stað í Kaplakrika síðastliðinn fimmtudag þegar stuðningsmenn ÍBV kölluðu ljót orð leikmönnum FH. Mótanefnd HSÍ veitti í kjölfarið handknattleiksdeild ÍBV áminningu vegna hegðunar stuðningsmanna á leiknum. Við ræðum við Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um þessa ljótu þróun

Örvera sem legið hefur frosin í túndru Síberíu í um 24 þúsund ár hefur lifnað við. Frá þessu greina vísindamenn í rannsókn sem birt er í nýjasta hefti vísindaritsins Current Biology. Veran var sótt í ána Alayeza nyrst í Rússlandi. Eftir hún var afþídd af mörg þúsund ára dvala gat hún fjölgað sér kynlaust. Áður en rannsóknin var gerð töldu vísindamenn mögulegt veran gæti vaknað af allt tíu ára frost-dvala. Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar til þess hún geti legið í dvala í mörg þúsund ár, jafnvel lengur. Arnar Pálsson erfðafræðingur kemur til okkar ræða þessa nýjustu uppgötvun.

Um helgina opnaði Y gallerý á einum undarlegasta stað sem bensínstöð hefur verið hýst á, eða í bílastæðahúsinu í Hamraborg í Kópavoginum. Y er rekið af Olgu Lilju Ólafsdóttur og Sigurði Atla Sigurðssyni. Hrafnhildur skellti sér þangað og tók þau tali.

er sumarið komið og þrátt fyrir það mætti vera hlýrra langar okkur í Síðdegisútvarpinu fara koma sumarblómunum út. Svo eigum við okkur líka drauma um rækta exótíska ávexti og ber sem hægt er grípa af grein út um eldhúsgluggann. Við heyrum í Guðríði Helgadóttur garðyrkjufræðingi og fáum allan sannleikann um það hvort draumar okkar séu byggðir á tálsýn eða hvort við ættum hefjast handa við koma þeim á laggirnar.

En við byrjum á þessu. Tinna Royal bæjarlistamaður Akraneskaupsstaðar hefur verið með skyndibita og sætindi á heilanum frá þvi hún var barn. lætur hún drauminn rætast á sýningunni Bland í poka sem

Birt

8. júní 2021

Aðgengilegt til

8. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.