Síðdegisútvarpið

19. maí

Í morgun fengum við þær afleitu fréttir meðlimur Gagnamagnsins væri smitaður af Covid 19 og því fer atriðið okkar hvorki á svið á morgun á laugardaginn. Við sláum á þráðinn til Rotterdam og heyrum í Rúnari Frey Gíslasyni fjölmiðafulltrúa hópsins.

HönnunarMars hefst í dag með pompi og prakt. Hvernig hefur gengið setja á laggirnar hátíð byggða á viðburðum þegar fjölmennir viðburðir hafa verið bannaðir í lengri tíma? Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs sem framleiðir HönnunarMars hátíðina mætir til okkar á eftir.

Í gær greindust tveir einstaklingar með Covid 19 á íslandi. Báðir voru utan sóttkvíar hvað þýðir það varðandi þær afléttingar sem margir bundu væntingar við yrðu bráðlega? Við ræðum við Víði Reynisson um málið.

eru eflaust margir leita sér nýju og spennandi sporti fyrir sumarið. Ef þú, hlustandi góður, ert einn af þeim þá gæti byrjendanámskeið i svifvængjaflugi verið eitthvað fyrir þig. Námskeiðið hefst á morgun og við ræðum við Róbert Bragason svifvængjaflugskennara um hvort eitthvað óttast.

Hjólreiðasöfnun Barnaheilla er verkefni sem gengur út á úthluta reiðhjólum til barna og ungmenna um allt land. Í ár bárust um 300 umsóknir um hjól til samtakanna. Tveimur dögum hefur verið bætt við hjólreiðasöfnunina til reyna svara eftirspurn. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri Barnaheilla og við ræðum við hann.

Birt

19. maí 2021

Aðgengilegt til

19. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.