Síðdegisútvarpið

13.apríl

Í gær skilað sóttvarnalæknir inn nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann lagði til afléttingar á sóttvarnaeglum vegna Covid 19. Þessar nýju reglur eiga taka gildi á föstudaginn næstkomandi en þó gæti það breyst þar sem þrír greindust utan sóttkvíar í gær en sóttvarnarlæknir hefur sagt það geta sett strik í reikninginn. Svandís Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er á línunni...

Gasmengun gæti í dag og á morgun borist frá eldgosinu við Fagradalsfjall til höfuðborgarinnar, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. Við ræðum við Þorstein Jóhannsson sérfræðing í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun.

Í Síðdegisútvarpinu í gær ræddum við um framtíð vinnunar. Við höldum því áfram í dag, MPM námið við HR stendur fyrir opnum hádegisfundi 15. apríl klukkan 12:00. Katrín Ólafsdóttir, dósent við viðskiptadeild, fjallar um framtíð vinnu og Alistair Godbold frá APM fer yfir úttekt sem APM lét nýverið gera á framtíð verkefnastjórnunar. Katrín kemur til okkar á eftir og segir okkur nánar frá þessu.

Ættfræðiáhugamaðurinn Friðrik Skúlason hvetur fólk til þess setja myndir af formæðrum, forfeðrum og ættingjum sínum inn á Íslendingabók. Sérlega af fólki sem fætt er fyrir 1900. Mikilvæg menningarverðmæti gætu ella glatast. Við heyrum í Friðrik í þættinum

Í dag opnuðust fleiri gígar á gosstöðvunum í Geldingadölum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands var á svæðinu þegar umbrotin áttu sér stað. Við heyrum í henni.

Birt

13. apríl 2021

Aðgengilegt til

13. apríl 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.