Síðdegisútvarpið

23.mars

Við ætlum taka stöðuna á bólusetningum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar og segir okkur allt um ganginn á bólusetningum, hvaða hópa verið er bólusetja í dag og næstu daga.

Á morgun verður opnuð stórmerkileg sýning í Kringlunni þar sem ólíkar listgreinar skapa eina nýstárlega heild. Sýningin heitir Fuglar hugans. Um er ræða tónlist, málverk, danslist og kvikmyndagerð. Á veggjum sýningarinnar verða 12 málverk og við hlið þeirra skjáir með listrænum hágæða myndböndum sem innihalda 12 lög af "Fuglum hugans". Sérhannaður dans er í myndbandi hvers lags, þar birtast einnig textar laganna og loks er þar sýnd sköpun hvers málverks frá fyrstu stroku til síðustu. Sýningargestir geta því með heyrnartólum á staðnum hlustað á lögin sem málverkin eru um, séð þau verða til í myndbandi og horft samtímis á þau fullsköpuð á sýningarveggnum. Hér á ferðinni upplifun á listsýningu á Íslandi og þó víðar væri leitað.Upphafsmaður sýningarinnar Bjarni Hafþór Helgason segir okkur meira um málið.

Við sláum á þráðinn til Tenerife þar sem Snæfríður Ingadóttir býr ásamt fjölskyldu sinni og hafa þau búið þar síðan í byrjun desember. Snæfríður situr þói ekki verkefnalaus í hlýunni því hún tekur stöku sinnum sér starf fréttamans auk þess sem hún gefur út bækur til leiðbeina fólki hvernig á flytja til annara landa. Við tökum púlsinn varðandi öðruvísi ferðamenn á þessum slóðum en ella, heimanámi barnanna og hvað fjölskyldan gerir sér til dundurs á þessum mögnuðu tímum sem við lifum á.

Íslensku hljóðbókarverðlaunin eða Storytell awards verða afehent í Hörpu annað kvöld. Tuttugu bækur í fjórum flokkum voru tilnefndar í fjórum flokkum. Sverrir Norland rithöfundur og formaður dómnefndar segir okkur nánar frá hljóðbókarverðlaununum. Einnig er kappinn gefa út bók í vikunni sem við forvitnumst sjálfsögðu um líka.

En við byrjum á eldgosinu í Geldingardal því þangað hefur straumur fólks legið síðan í morgun og veðurfræðingar og jarðvísindafólk hefur varað við hættulegum eiturgufum úr gosinu þegar líðar tekur á daginn og mælst er til þess fólk alls ekki á svæðinu frá ....í símanum er Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,

Birt

23. mars 2021

Aðgengilegt til

23. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.