Síðdegisútvarpið

19. mars

Þessa dagana heyrum við mikið talað um bóluefni. Bóluefni frá ýmsum ólíkum framleiðendum, ekki sama efnið en þó gegn sömu veiru. Í gær fengum við þær fréttir Vísindaráð Lyfjastofnunar Evrópu segði ekkert mæla gegn því fólk yrði bólusett gegn COVID-19 með bóluefni AstraZeneca en nokkur ríki hættu tímabundið nota efnið, þar á meðal Ísland, eftir tilkynningar bárust um fólk hefði fengið blóðtappa eftir hafa verið bólusett. Það er eflaust orðið erfitt fyrir fólk utan um allar þessar bóluefnaupplýsingar. Berglind Eva Benediktsdóttir dósent við lyfjafræðideild háskóla Íslands ætlar ræða við okkur um bóluefni eins og við séum fimm ára.

Stígamót styðja við verkefnið Jákvæð Karlmennska sem hófst 11.mars og stendur til 26.mars. Verkefnið er á vegum hreyfiaflsins Karlmennskan og er framkvæmt með styrk úr jafnréttissjóði Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Stígamót, UN Women á Íslandi, Píeta samtökin og kynjafræðideild Háskóla Íslands. Hjálmar Gunnar Sigmarsson frá Stígamótum segir okkur betur frá þessu.

Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í ferð um Mývatnssveit fyrr í vikunni og spjallaði þar við Ólöfu Hallgrímsdóttir ferðaþjónustubónda í Vogum við Mývatn.

Morðið á hinni bresku Söru Everard hefur vakið óhug og reiði um heim allan. Konur um allan heim hafa verið deila sínum sögum af hræðslu og öryggisleysi á götum úti. Ragn­hild­ur Þórðardótt­ir eða Ragga Nagli eins og hún er kölluð skrifaði færslu á facebook sem hefur vakið mikla athygli en þar telur hún upp hverja varúðarráðstöfunina á fætur annarri sem konum er sagt hafa í huga til gæta öryggis ef þær velja fara einar út hlaupa. Við heyrum í henni.

Hrafnhildur kíkti í golfklúbb í Fossaleyni í Reykjavík þar sem hún ræddi við Viggó Viggóson og Harald Franklín Magnússon.

Birt

19. mars 2021

Aðgengilegt til

19. mars 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.