Síðdegisútvarpið

7. desember

Sóttvarnareglur hafa verið hertar í Danmörku. Börn í 5. til 9. bekk verða í fjarnámi sem og allir framhaldsskólanemendur. Kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum verður lokað og veitingastöðum aðeins leyft vera með heimsendan mat.

Rúmlega tvö þúsund smit greindust síðasta sólarhringinn í Danmörku og þeim fjölgar sífellt sem þurfa leggjast inn á sjúkrahús. Landlæknir Dana segir ástandið mjög alvarlegt. Við ætlum hringja til Danmerkur og heyra í Helgu Hauksdóttur sendiherra Íslands í Danmörku.

Þorpið vistfélag hefur fengið samþykkt kauptilboð í brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 ásamt aðliggjandi húsi, Bræðraborgarstíg 3. Þar ætlar félagið í samstarfi við félagið Femínistar 60+ byggja svokallað „Baba Yaga“ hús. Stefnt er því endurbyggja Bræðraborgarstíg 3 en reisa nýtt hús við Bræðraborgarstíg 1. Unnur Ágústsdóttir veit meira um Baba yaga húsið.

Fjöldi lántakenda hjá Íbúðalánasjóði kannar réttarstöðu sína eftir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi sjóðnum hafi verið óheimilt krefjast þóknunar á uppgreiðslu lána. Fjölskipaður héraðsdómur komst þeirri niðurstöðu á föstudag sjóðnum hefði verið óheimilt krefjast þóknunar fyrir uppgreiðslu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna fer yfir málið frá sínum bæjardyrum.

Anna Kristjánsdóttir sem búsett er á Tenerife verður á línunni og segir okkur frá jólastemningunni og skreytingum sem upp eru komnar í hennar nágrenni sem eflaust eru eitthvað frábrugðnar skreytingum okkar Íslendinga.

Jólalagið Do they know it's Christmas sem Band Aid ofurgrúppan gerði árið 1984 með öllum stærstu poppstjörnum Bretlands hefur náð safna tugum milljarða í góðgerðasjóð í gegnum árin. Hið sama gildir um lagið We are the world og fleiri. Björn Berg Gunnarsson hjá Íslandsbanka ætlar segja okkur betur frá því.

Hjólaskautafélagið hefur samið um afnot af húsnæði sem opnar fyrir ótal möguleika. Félagið mun stofna æskulýðsstarf fyrir krakka á öllum aldri og opna hjólaskautahöll fyrir almenning þar sem meðal annars verður hægt fara í hjólaskauta diskó. Lena Margrét Aradóttir veit meira um málið.

Birt

7. des. 2020

Aðgengilegt til

7. des. 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.