Síðdegisútvarpið

24. ágúst

Varið verður um 7,7 milljörðum króna til mennta- og vinnumarkaðsaðgerða á næstu þremur árum samkvæmt tillögum samhæfingarhóps um atvinnu og menntaúrræði. Þeim sem hafa verið lengi atvinnulausir verður gert kleift hefja nám í framhalds- eða háskólum meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Háskólinn á Bifröst ætlar bregðast við þessu nýja landslagi og skoðar með jákvæðum hug samþykkja umsóknir sem berast seint. Við heyrum í Margréti Jónsdóttur Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst.

Líkt og allir kórar landsins hefur karlakórinn Fóstbræður verið í löngu æfinga - og tónleikahléi. En stefnir kórinn á hefja æfingar í næstu viku með ítarlegum útfærslum sem samræmast sóttvarnarreglum. Við ætlum heyra í Arinbirni Vilhjálmssyni í þættinum en hann er formaður Fóstbræðra.

Í gær myndaðist löng röð við gamla Orkuhúsið á Suðurlandsbraut þar sem sýnataka Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fer fram. En hvernig er þessu verklagi háttað, hvernig á fólk bera sig sem þarf fara í sýnatöku og hvernig er almennri þjónustu á heilsugæslunni hér á höfuðborgarsvæðínu háttað. Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar kemur í þáttinn.

Gott og blessað kallast vefverslun sem mun selja mat frá íslenskum smáframleiðendum, einskonar bændamarkaður á netinu. Sveinbjörg Jónsdóttir, einn aðstandenda verslunarinnar ætlar segja okkur allt um málið.

Hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví á Ísafirði eftir íbúí á Hlíf; þar sem eru úbúðir fyrir eldri borgarara, greindist með kórónaveirusmit. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða verður á línunni og segir okkur hvernig brugðist er við.

Birt

24. ágúst 2020

Aðgengilegt til

24. ágúst 2021
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.