Víðsjá

Hrokkar og lokkar, Sérkennilegt fólk, Stórfiskur, Dagur Hjartarson

Berglind María Tómasdóttir tónlistarkona verður gestur Víðsjár í dag, en hún hefur staðið í stórræðum undanfarnar vikur, bæði sent frá sér bók sem heitir Tvísöngur, kvikmynd og tónlist á geisladiski og kasettu. Í heild hverfist verkefnið um tvö hljóðfæri sem Berglind hefur þróað á undanförnum árum sem heita Hrokkur og Lokkur. Berglind segir frá þessari nýsköpun og ræðir einnig tilbúinn og ekta menningararf, ef eitthvað slíkt er þá til.

Út er komið 28. Bindi í sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar, en það kallast Þættir af sérkennilegu fólki. Bókin fjallar um fólk sem var á einhvern hátt hornreka íslensku samfélagi fyrri tíðar. Hvernig þetta fólk náði lifa af og hvernig það hafði áhrif á samtíma fólk sitt. Í greinum bókarinnar er finna texta sem tengjast mannlýsingum á eftirlýstu fólki, fátæku fólki, einstaklingum með andlegar eða líkamlegar skerðingar, auk úrskurða og meðferð yfirvalda á jaðarsettu fólki. Sólveig Ólafsdóttir og Atli Þór Kristinsson, tveir greinahöfundanna í bókinni koma í þátt dagsins og segja frá menningu fátækar á Íslandi.

Og Dagur Hjartarson flytur hlustendum pistil í þættinum, sinn síðasta sinni og er Dagur í dag með hugann við aðgengi almennings textum í fjölbreyttu formi.

Og loks er Gréta Sigríður Einarsdóttir, einn bókarýna Víðsjár, búin lesa eina af sjóðheitum skáldsögum sem leynast í einhverjum jólapökkum landsmanna. Gréta fjallar í dag um nýja skáldsögu Friðgeirs Einarssonar sem heitir Stórfiskur.

Birt

16. des. 2021

Aðgengilegt til

17. des. 2022
Víðsjá

Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.