Síðdegisútvarpið

26.nóvember

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur greinst í sunnanverðri Afríku og hljóta það teljast vond tíðindi. Rætt var við Kára Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fyrr í dag og segist hann ekki hafa séð gögn sem sýni nýtt afbrigði veirunnar hagi sér öðruvísi en Delta-afbrigðið sem Íslendingar séu eiga við núna. Kári kemur til okkar á eftir og ræðir enn og aftur við okkur um Kórónaveiruna

Við heyrum í veiðimanni sem ákvað hætta skjóta refi með byssu og notast við myndavélar til skjóta af, hann er hugsi yfir refa­veiðum og ástæðum þess þær séu kostaðar af rík­inu og þar er honum sér­stak­lega um­hugað um grenja­veiðar. Hann heitir Ingólfur Davíð Sigurðsson og er staddur á Möðrudals Öræfum við hringjum austur.

Fyrir 25árum síðan opnuðu þeir félagar Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson verslunina Kormákur og Skjöldur til þess eins hafa efni á jólagjöfum handa konunum. 25 árum síðar eru þeir enn og veldi þeirra hefur heldur betur stækkað. Þeir selja ekki bara föt í dag, þeir hanna þau einnig, bjuggu til einn vinsælasta bjór landsins og reka einnig bar. Þeir koma til okkar í tilefni afmælisins.

Metsöluhöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir var gefa út enn einn hryllinginn í bókaformi. Bókin heitir Lok lok og læs. Bókin hefur fengið góðar viðtökur og afbragðsdóma. Við ræðum við Yrsu í þættinum í dag.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á síðasta fundi sínum hefja hópfjármögnun á Karolina Fund vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, nr. 711 með það markmiði flýta framkvæmdum við veginn. Þetta hlýtur teljast harla nýstárlegt við heyrum í sveitastjóranum í Húnaþingi vestra Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur hér rétt á eftir.

Birt

26. nóv. 2021

Aðgengilegt til

26. nóv. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.