Síðdegisútvarpið

21.október

Samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur er staðan í skólum mörgu leyti erfiðari við eiga en á fyrri stigum Covidfaraldursins. Dæmi eru um skólabörn hafi þurft fara allt sjö sinnum í sóttkví. Börn eru frekar útsett en áður m.a. vegna Delta afbrigiðsins. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar hann kemur til okkar í þáttinn.

Og meira um börn, allir foreldrar þekkja það vökunætur eru oft fylgifiskur þess þegar lítil börn koma í heiminn. Foreldrar geta oft lent í vítahring hvað þetta varðar og hefur ljósmóðirin Hafdís Guðnadóttir sett á laggirnar rágjöf um svefninn sem kallast sofa borða elska, við ræðum við Hafdísi í þættinum.

Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD. Gera ráð fyrir hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir. Söngkonan Sara Pétursdóttir, betur þekkt sem Glowie þekkir það af eigin raun og hefur gefið út lag sem ber einfaldlega heitið ADHD. Við heyrum í henni á eftir.

Margrét Stefánsdóttir ætlar líka kíkja til okkar og segja okkur frá sjónvarpsþáttum sem hún hefur verið vinna og verða aðgengilegir í kvöld hjá Sjónvarpi Símans. Þeir heita Heil og sæl og þar mun Margrét skoða ýmislegt tengt andlegu og líkamlegu heilbrigði íslenskra kvenna.

Þýðir meira pönk meiri hamingja? Gerður Kristný kemur til okkar ræða akkúrat það. Það er segja sína nýjustu bók sem heitir Meira pönk -meiri hamingja og er sjálfstætt framhald af Iðunni og afa pönk.

Haustfrí grunnskólanna í Reykjavík gengur senn í garð. Það kemur aftan sumum foreldrum þó aðrir hafi eflaust hent í metnaðarfulla og vel skipulagða dagskrá fyrir krakkana þessa skólalausu daga. Starfsfólk menningarhúsa Borgarbókasafnsins reynast öllum þessum foreldrum haukar í horni því þau hafa sett saman dagskrá sem inniheldur fjölbreytta skemmtun sem hægt er njóta í fríinu. Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs hjá borgarbókasafninu er á línunni.

Birt

21. okt. 2021

Aðgengilegt til

21. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.