Síðdegisútvarpið

20. október

Við byrjum á uppblásinni innisundlaug í bílskúr. Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir brá á það ráð halda sér í æfingu fyrir Ólympíuleikana í Tókýó með því sér uppblásna sundlaug í bílskúrinn heima hjá sér. Guðlaug komst samt ekki á leikana vegna aðgerðar á mjöðm. Við sáum mynd af lauginni netinu í dag og ákváðum slá á þráðinn og forvitnast meira um sjálfsbjargarviðleitnina og sundlaugina.

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Inga Sæland er ein þeirra þingmanna sem situr í nefndinni og kemur til okkar.

er dásamlegasti tími ársins í gangi, haustið. Haustið boðar ekki bara haustútsölur, haustpeysur og fallandi laufblöð. Þetta er líka tími haustlaukanna. Vilmundur Hansen garðyrkjugúru veit allt um haustlaukana og hvernig við snúum okkur í rækta þá og halda í þeim lífi. Hann er væntanlegur.

Vindorka hefur verið til umræðu hér á landi í nokkur ár og í vor bárust fréttir af því tíu aðilar hefðu hug á reisa samtals 34 vindorkuver á Íslandi. Erlendir aðilar standa baki a.m.k. 19 af þeim tillögum. En er vindorka yfir höfuð góður kostur fyrir íslendinga og þurfum við framleiða meira rafmagn en við náum gera með þeim orkugjöfum sem við nýtum okkur þegar? Andrés Skúlason og Auður Anna Magnúsdóttir hjá Landvernd koma til okkar á eftir.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar var haldin á Norðurlandi á dögunum. SBA Norðurleið var valið fyrirtæki ársins og Linda María Ásgeirsdóttir fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu ferðaþjónustu, viðurkenningu sem veitt er einstaklingi. Linda hefur verið í forsvari fyrir Ferðamálafélag Hríseyjar og þar rekur hún veitingastaðinn Verbúð 66. Linda býr í Hrísey og við ætlum henni á línunna áður en hún stingur sér í sjósund sem hún gerir öllu jafnan á þessum tíma vikunnar.

Birt

20. okt. 2021

Aðgengilegt til

20. okt. 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.