Síðdegisútvarpið

10. ágúst

Nýlega kom upp á yfirborðið myndefni úr opnu sjókvíeldi í Dýrafirði og Arnafirði. Myndefnið var tekið upp í apríl af kajakræðaranum Veigu Grétarsdóttur sem er í þessum orðum róa hringinn í kringum landið til þess taka myndir af ruslinu sem er finna í sjónum við Íslandsstrendur. Við heyrum í Veigu á eftir.

Umræðunni um loftslagsmál er hvergi nærri lokið og líklegast aðeins rétt hefjast ef marka nýjustu skýrslu IPCC sem kom út í gær. Hún er svört og vandinn er óneitanlega aðkallandi. Skilaboðin eru skýr, við þurfum gera allt sem við getum til sporna við hlýnun jarðar og það strax. Jón Ágúst Þorsteinsson doktor í orkuverkfræði og forstjóri Klappa sem sérhæfir sig í umhverfisvænum lausnum kemur til okkar ræða málin.

Í sumar hafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið á fullu í endurbótum á vegakerfi landsins. Í dag er verið fræsa hringveginn við Ölfusárbrú svo dæmi tekið, og umferð á vesturleið beint um Eyrarbakkaveg. við tökum stöðuna með G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar

Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet, eða leirdúfuskotfimi, fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands við Þorlákshöfn um síðustu helgi á vegum Skotíþróttasambands Íslands. Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness varð Íslandsmeistari í flokki karla. Við kynnum okkur þessa grein betur og kynnumst einnig íslandsmeistaranum í þættinum á eftir.

Birt

10. ágúst 2021

Aðgengilegt til

10. ágúst 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.