Síðdegisútvarpið

4. júní

Systkinasmiðjan á Greiningar og ráðgjafarstöð er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt eiga systkini með fötlun en hópur er oft undir miklu álagi þrátt fyrir hafa fengið litla athygli í samfélagsumræðunni. Við ræðum við Guðrúnu Ólafsdóttur, Sálfræðing á Greiningar- og ráðgjafarstöð og Dóru Magnúsdóttur fræðslu- og kynningarstjóra.

Gönguleiðin vinsælasta útsýnisstaðnum yfir eldgosið við Fagradalsfjall lokaðist snemma í morgun þar sem hraunið er farið flæða yfir það svæði. Undanfarið hafa verið fréttir af ferðafólki sem ekki virðir lokanir hættulegum svæðum. Svo langt hefur fólk gengið í það hefur verið láta taka myndir af sér ofan á logandi hrauninu og það sem verra er þá eru dæminu um fólk stilla börnunum sínum upp á hrauninu til þess taka myndir af því. Bogi Ad­olfs­son, formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­björns verður á línunni hjá okkur.

Við fáum til okkar þá félaga Jón Arnór Pétursson og Baldur Björn Arason sem eru 13 og 14 ára metnaðarfullir drengir sem voru gefa út sitt fyrsta lag undir nafninu Jón Arnór & Baldur. Þrátt fyrir ungan aldur þá hafa þeir mikla reynslu af tónlist, söng, leik, dansi og öðrum sviðslistum. Þeir koma til okkar á eftir og leyfa okkur meðal annars heyra nýja lagið sitt.

Í gær kynnti Ríkislögreglustjóri fyrstu markvissu aðgerðirnar til fækka ofbeldisbrotum með innleiðingu úrræða sem beinast gerendum. Hingað til hafa slík úrræði verið afar takmörkuð. Anna Kristín Newton, sálfræðingur, tekur þátt í verkefninu og kemur til okkar.

Elliðaárstöð er upplifun í Elliðaárdal á vegum Orkuveitu Reykjavíkur þar sem börn og fullorðnir munu geta fræðst um sögu og vísindi i lifandi leik, þar verður hægt sér snarl á nýju kaffihúsi, sulla í vaðlaug, horfa á leikrit eða hlusta á tónleika og margt fleira. Framkvæmdir eru í fullum gangi og Hrafnhildur fór í heimsókn og ræddi við Birnu Bragadóttur framkvæmdastjóra stöðvarinnar.

Birt

4. júní 2021

Aðgengilegt til

4. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.