Síðdegisútvarpið

1. júní

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir setti inn færslu á FB síðu sína í gær sem er svohljóðandi : Á forsíðu Moggans í dag er sagt frá því einni skurðstofu hér á Hringbraut hafi verið lokað. Því eru t.d. engar hjarta- og lungnaskurðaðgerðir gerðar á fimmtudögum.. Ástæðan er einföld - mikill skortur á starfsfólki en 11 stöðugildi hjúkrunarfræðinga vantar á deildina. Stytting vinnuvikunnar reyndist hinn mesti bjarnargreiði, líkt og fyrir hjúkrunarheimilin, og hefur aðeins gert erfitt ástand enn flóknara Tómas kemur til okkar rétt á eftir og fer yfir þetta flókna mál með okkur.

Fjórar 15 - 18 ára stelpur á sem eru af blönduðum uppruna sáu ekki annað í stöðunni en taka málin í sínar eigin hendur þegar kemur því fræða fólk hér á landi um rasisma og hvernig hann getur verið lúmskur hulinn fólki sem finnur ekki fyrir honum á eigin skinni. Þær kalla sig antirasistana og hafa stofnað instagramreikning ásamt því fara með fræðslufyrirlestra í félagsmiðstöðvar. Kristín Taiwo Reynisdóttir, Valgerður Kehinde Reynisdóttir og Anna Sonde kíkja til okkar í spjall um verkefnið.

Félagsmálaráðuneytið veitti sumarbúðunum í Reykjadal veglegan styrk á dögunum sem gerir það verkum stór hluti þeirra sem sækja um pláss þar inni. En hvernig fer starfsemin fram, fyrir hverja er hún og hvernig mun fjármagnið nýtast sem best - Margrét Vala Marteinsson forstöðukona verður á línunni i þættinum.

Við ætlum líka fræðast um endurhleðslusetur á Ströndum hvað er það - Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi í Strandabyggð fræðir okkur um það.

En við byrjum á þessu. Á meðan margir velta sér uppúr sumartískunni og hverju eigi klæðast þetta sumarið þá eru aðrir sem engin föt eiga og líta á það sem blessun eiga buxur til skiptanna. Það á við um þá einstakinga sem notfæra sér gistiskýlið á Lindargötu sem er húsnæði ætlað heimilislausum. Þar hefur oft verið hægt skaffa fólki föt en er staðan önnur. Einar Bragi Jónsson starfsmaður skýlisins er á línunni.

Birt

1. júní 2021

Aðgengilegt til

1. júní 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.