Síðdegisútvarpið

10. maí

Það hefur lítið rignt á suðvesturhorni landsins í margar vikur og nánast ekkert og þetta hefur skapað stór hættu á skógareldum bæði í Heiðmörk og víðar um land. Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu fer yfir málin með okkur á eftir.

Eurovision hópurinn okkar frómi er kominn til Rotterdam þar sem hann sætir ströngum sóttkvíarreglum en fær þó fara á æfingar á sviðinu á milli þess sem þau dúsa inni á hóteli. Við heyrum í Gísla Marteini Baldurssyni sem ætlar gefa okkur stöðuna beint í æð.

Frá því eldgosið hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu í föstudagskvöldið 19. mars 2021 hafa þúsundir manna lagt leið sína á gosstöðvarnar enda stutt frá höfuðborgarsvæðinu og tiltölulega gott aðgengi fyrir þá sem eru vanir göngum. Þeir sem geta ekki gengið gosstöðvunum munu eiga möguleika á vera ferjaðir á þar til gerðum bílum ef samkomulag næst um fyrirkomulag slíkra ferða en Fetar landssamtök um 80 fyrirtækja sem bjóða upp á ferðir um hálendið á sérbúnum bílum hafa sent landeigendum og skipulagsyfirvöldum á gossvæðinu erindi og óskað eftir samvinnu um slíkar ferðir. Formaður FETAR Jón Páll Baldvinsson kemur til okkar og segir frá.

Um helgina var undirritaður sáttmáli milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa. Þetta var gert í ljósi tíðra slysa og óhappa undanfarið sem leiddi til þess hópar vegfarenda tók höndum saman um sáttmála til tryggja öryggi þeirra allra sem best. Við fáum til okkar Guðna Halldórsson, formann Landsambands hestamannafélaga ræða málin.

Undanfarin misseri hafa óneitanlega verið þung fyrir veitingamenn og hafa margir þurft leggja árar sínar í bát vegna Covid-19 og skorts á ferðamönnum. Í dag sáum við hins vegar fréttir af því Ólafur Örn Ólafsson veitingamaður væri um þessar mundir fara opna hvorki meira minna en þrjá veitingastaði. Við heyrum í honum og forvitnumst um það hvernig nokkrum manni detti í hug opna þrjá veitingastaði á þessum tímum.

Birt

10. maí 2021

Aðgengilegt til

10. maí 2022
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Andri Freyr Viðarsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu á daginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.